Ákærð fyrir rangar sakargiftir 14. september 2006 18:45 Ríkissaksókari krefst að tæplega tvítug kona, sem kærði mann fyrir tilraun til nauðgunar, verði dæmd fyrir rangar sakagiftir. Konan var með áverka og fór á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota en ríkissaksóknari telur útilokað að maðurinn hafi veitt henni áverkana. Í ákæru segir að konan hafi lýst því ranglega fyrir lögreglu að maðurinn hafi reynt að nauðga henni í bíl í Reykjavík tíunda desember síðastliðinn. Hún segir manninn hafa kýlt sig í andlitið og otað að sér hníf og gert með honum þrjár rispur á enni. Sama dag og konan kærði var maðurinn handtekinn á heimili sínu og fluttur í fangageymslur lögrelgunnar í Reykjavík. Þar var hann hafður í haldi fram á næsta dag og í kjölfarið var hann yfirheyrður með stöðu grunaðs manns. Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði pottþétta fjarvistarsönnun frá fleiri en einu vitni að sögn verjanda mannsins. Eins leiddu símaskýrslur í ljós að símtöl sem konan sagði hafa farið fram á milli sín og mannsins hefðu ekki átt sér stað. Eftir að rannsókn málsins lauk var málið sent ríkissaksóknara sem í kjölfarið gaf út ákæru á hendur konunni. Við aðalmeðferð málsins, hélt konan fast við fyrri framburð sinn. Saksóknari krafist refsingar og vísaði í dóm Héraðsdóms Vesturlands sem, dæmi tvær konur á síðast ári, fyrir að hafa logið til um að maður hefði nauðgað annarri þeirra. Þær játuðu báðar rangan framburð og var önnur dæmd í níu mánaða fangelsi, þarf af sjö skilorðsbundna en hin var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ríkissaksókari krefst að tæplega tvítug kona, sem kærði mann fyrir tilraun til nauðgunar, verði dæmd fyrir rangar sakagiftir. Konan var með áverka og fór á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota en ríkissaksóknari telur útilokað að maðurinn hafi veitt henni áverkana. Í ákæru segir að konan hafi lýst því ranglega fyrir lögreglu að maðurinn hafi reynt að nauðga henni í bíl í Reykjavík tíunda desember síðastliðinn. Hún segir manninn hafa kýlt sig í andlitið og otað að sér hníf og gert með honum þrjár rispur á enni. Sama dag og konan kærði var maðurinn handtekinn á heimili sínu og fluttur í fangageymslur lögrelgunnar í Reykjavík. Þar var hann hafður í haldi fram á næsta dag og í kjölfarið var hann yfirheyrður með stöðu grunaðs manns. Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði pottþétta fjarvistarsönnun frá fleiri en einu vitni að sögn verjanda mannsins. Eins leiddu símaskýrslur í ljós að símtöl sem konan sagði hafa farið fram á milli sín og mannsins hefðu ekki átt sér stað. Eftir að rannsókn málsins lauk var málið sent ríkissaksóknara sem í kjölfarið gaf út ákæru á hendur konunni. Við aðalmeðferð málsins, hélt konan fast við fyrri framburð sinn. Saksóknari krafist refsingar og vísaði í dóm Héraðsdóms Vesturlands sem, dæmi tvær konur á síðast ári, fyrir að hafa logið til um að maður hefði nauðgað annarri þeirra. Þær játuðu báðar rangan framburð og var önnur dæmd í níu mánaða fangelsi, þarf af sjö skilorðsbundna en hin var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira