Skotárás í Montreal í rannsókn 14. september 2006 12:30 Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Ungur maður, klæddur svörtum rykfrakka og með hanakamb hóf skothríð fyrir utan Dawson-menntaskólann í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Hann gekk síðan inn í skólann og hélt skothríðinni áfram. Námsmenn hlupu felmtri slegnir út úr skólanum þegar ljóst var að maðurinn hafði það eitt í huga að særa og myrða sem flesta. Nokkrir nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn voru í matsalnum þegar árásarmaðurinn gekk þar inn og köstuðu allir sér í gólfið um leið og hann hóf skothríð. Að sögn vitna skýldi maðurinn sér á bak við sjálfsala á meðan hann hlóð byssu sína og svo hélt hann áfram að hleypa af henni. Fjöldi nemenda var þá í skólastofum skólans og kennarar hlupu um gangana og sögðu nemendum að forða sér hið snarasta. Lögreglumenn voru nærri vettvangi þegar ósköpin dundu yfir en voru að sinna öðru útkalli. Þeir óskuðu þegar eftir liðsauka og þustu á vettvang. Lögreglumenn skýldu sér bak við vegg við skólan og skiptust á skotum við manninn sem var þá staddur inni í matsalnum á annarri hæð. Lögregla fór varlega að manninum þar sem fjölmargir nemendur voru nálægt honum. Svo fór að lögregla skaut manninn til bana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar hann á sér þrjú vopn en ekki er vitað hverrar gerðar. Ein byssan mun þó líkast til hafa verið sjálfvirk sökum þess hve árásarmaðurinn hleypti af mörgum skotum. Ein ung stúlka féll fyrir byssukúlu árásarmannsins og tuttugu særðust, þar af sex lífshættulega. Atburðir gærdagsins vekja sárar minningar fyrir marga íbúa í Montreal. Verstu fjöldamorð kanadískrar sögu voru framin þar fyrir tæpum 17 árum en í desember 1989 réðst byssumaðurinn Marc Lepine inn í stúlknaskóla þar í borg og skaut fjórtán nemendur til bana áður en hann svipti sig lífi. Erlent Fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Ungur maður, klæddur svörtum rykfrakka og með hanakamb hóf skothríð fyrir utan Dawson-menntaskólann í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Hann gekk síðan inn í skólann og hélt skothríðinni áfram. Námsmenn hlupu felmtri slegnir út úr skólanum þegar ljóst var að maðurinn hafði það eitt í huga að særa og myrða sem flesta. Nokkrir nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn voru í matsalnum þegar árásarmaðurinn gekk þar inn og köstuðu allir sér í gólfið um leið og hann hóf skothríð. Að sögn vitna skýldi maðurinn sér á bak við sjálfsala á meðan hann hlóð byssu sína og svo hélt hann áfram að hleypa af henni. Fjöldi nemenda var þá í skólastofum skólans og kennarar hlupu um gangana og sögðu nemendum að forða sér hið snarasta. Lögreglumenn voru nærri vettvangi þegar ósköpin dundu yfir en voru að sinna öðru útkalli. Þeir óskuðu þegar eftir liðsauka og þustu á vettvang. Lögreglumenn skýldu sér bak við vegg við skólan og skiptust á skotum við manninn sem var þá staddur inni í matsalnum á annarri hæð. Lögregla fór varlega að manninum þar sem fjölmargir nemendur voru nálægt honum. Svo fór að lögregla skaut manninn til bana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar hann á sér þrjú vopn en ekki er vitað hverrar gerðar. Ein byssan mun þó líkast til hafa verið sjálfvirk sökum þess hve árásarmaðurinn hleypti af mörgum skotum. Ein ung stúlka féll fyrir byssukúlu árásarmannsins og tuttugu særðust, þar af sex lífshættulega. Atburðir gærdagsins vekja sárar minningar fyrir marga íbúa í Montreal. Verstu fjöldamorð kanadískrar sögu voru framin þar fyrir tæpum 17 árum en í desember 1989 réðst byssumaðurinn Marc Lepine inn í stúlknaskóla þar í borg og skaut fjórtán nemendur til bana áður en hann svipti sig lífi.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira