Körfubolti

Ísland - Lúxemburg í Keflavík í kvöld

Íslenska liðið mætir Lúxemburg í Keflavík í kvöld
Íslenska liðið mætir Lúxemburg í Keflavík í kvöld Mynd/Vilhelm

Íslenska landsliðið í körfuknattleik tekur á móti Lúxemburg í þriðja leik sínum í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst klukkan 20. Rétt er að skora á alla sem vettlingi geta valdið að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, sem verður að vinna leikinn ef það ætlar að eiga möguleika á að komast í A-deildina.

Hópur Íslands er sá sami og tapaði fyrir Finnum og Georgíumönnum í síðustu viku:

4 Magnús Gunnarsson 25 ára Keflavík

5 Friðrik Stefánsson 30 ára Njarðvík

6 Jakob Sigurðarson 24 ára Vigo, Spáni

7 Jón Hafsteinsson 25 ára Keflavík

8 Egill Jónasson 22 ára Njarðvík

9 Jón Arnór Stefánsson 23 ára Pamesa Valencia, Spáni

10 Páll Axel Vilbergsson 28 ára Grindavík

11 Brenton Birmingham 34 ára Njarðvík

12 Fannar Ólafsson 28 ára KR

13 Hlynur Bæringsson 24 ára Snæfelli

14 Logi Gunnarsson 25 ára Bayeruth, Þýskalandi

15 Helgi Magnússon 24 ára Boncourt, Sviss

Hópur Lúxemburg:

4 Tom Schumacher 194cm Bakvörður

5 Jean Marc Melchior 197cm Bakvörður/framvörður

6 Gilles Bach 183cm Leikstjórnandi

7 Frank Muller 190cm Bakvörður

8 Eric Jeitz 184cm Bakvörður

9 Jairo Ferreira 190cm Leikstjórnandi

10 Bob Kieffer 195 Framvörður

11 Samy Picard 180cm Bakvörður

12 Felix Hoffman 190cm Framvörður

13 Gil Melchior 194cm Bakvörður

14 Martin Rajniak 205cm Framvörður

15 Alvin Jones 211cm Miðvörður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×