Sport

Blikar í eldlínunni í dag

Breiðablik mætir HJK Helsinki ytra í dag klukkan 16
Breiðablik mætir HJK Helsinki ytra í dag klukkan 16 Mynd/E.Ól

Kvennalið Breiðabliks hefur leik í milliriðlum Evrópukeppni félagsliða í

knattspyrnu í dag þegar liðið mætir finnsku meisturunum í HJK Helsinki.

Breiðablik komst auðveldlega í gegnum fyrstu riðlakeppnina í Austurríki á

dögunum þar sem liðið fékk ekki á sig mark í þremur leikjum og vann öruggan sigur í sínum riðli. Að þessu sinni sinni er leikið í Finnlandi og eru

Blikastúlkur í riðli með sjálfum Evrópumeisturum Frankfurt frá Þýskalandi,

Universitet Vitebsk frá Hvíta-Rússlandi og heimastúlkum í HJK Helsinki.



Meistarar Frankfurt eru fyrirfram taldar sigurstranglegasta í riðlinum og

er stefna Blika sett á annað sætið. Tvö efstu liðin komast áfram í 8 liða

úrslit keppninnar en úrslitaleikurinn fer fram í apríl. Breiðablik mætir

Frankfurt á fimmtudag en Universitet Vitebsk frá Hvíta Rússlandi á

sunnudag.

Leikur Breiðabliks og Helsinki hefst kl. 16 að íslenskum tíma og verður

hægt að fylgjast með gangi mála inni á heimasíðu Breiðabliks. Guðmundur Magnússon, þjálfari Blika, sagði í samtali við Hans Steinar Bjarnason á NFS í hádeginu, að leikurinn í dag væri algjör lykilleikur fyrir sitt lið og því verður spennandi að fylgjast með gangi mála í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×