Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast 11. september 2006 18:58 Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“