Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús 10. september 2006 19:07 Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira