Óttast árásir á Bandaríkin 10. september 2006 19:30 Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Á morgun eru fimm ár frá hryðjuverkárásunum á New York og Washington. Síðan þá hefur vegatálmum veirð komið fyrir við lang flestar opinberar byggingar í Bandaríkjunum. Sprengjuleitarhundar má sjá við helstu kennileiti í stærstu borgum landsins og öryggisgæsla hert víða, einna helst á flugvöllum. Auknu fé er varið til að tryggja öryggi borgaranna en kannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn telja sig síður en svo nægilega örugga. Fréttir af fyrirætlunum hryðjuverkamanna um að sprengja flugvélar á leið milli Bretlands og Bandríkjanna í loft upp sýni að hryðjuverkamenn séu enn að skipuleggja ný ódæði. Löggæslu- og leyniþjónustumenn í Bandaríkjnum segja ekki hægt að sjá fyrir allar árásir og koma þar með í veg fyrir þær. Heimavarnarráðuneytið þar í landi leggi hins vegar allt sitt fram til að koma í veg fyrir alvarlegar árásir. Í nýrri skýrslu RAND ráðgjafarfyrirtækisins, sem birt var í síðasta mánuði, var bent á töluverðar brotalamir í eftirliti með höfnum í Bandaríkjunum. Hætta væri á að hryðjuverkamenn nýttu sér það til að smygla kjarnorkuvopnum inn í landið. Í skýrslunni er farið yfir það hvernig hryðjuverkamenn gætu smyglað kjarnorkusprengju inn í Bandaríkin í gegnum höfnina í Long Beach í Kaliforníu. Það er mat skýrsluhöfunda að 60 þúsund íbúar í næsta nágrenni myndu þegar týna lífi ef tíu kílótonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í gámi þar. 150 þúsund íbúar til viðbótar yrðu svo fyrir alvarlegri geislun. Tom Ridge, fyrrverandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir hættuna á hryðjuverkum alltaf verða fyrir hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Á morgun eru fimm ár frá hryðjuverkárásunum á New York og Washington. Síðan þá hefur vegatálmum veirð komið fyrir við lang flestar opinberar byggingar í Bandaríkjunum. Sprengjuleitarhundar má sjá við helstu kennileiti í stærstu borgum landsins og öryggisgæsla hert víða, einna helst á flugvöllum. Auknu fé er varið til að tryggja öryggi borgaranna en kannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn telja sig síður en svo nægilega örugga. Fréttir af fyrirætlunum hryðjuverkamanna um að sprengja flugvélar á leið milli Bretlands og Bandríkjanna í loft upp sýni að hryðjuverkamenn séu enn að skipuleggja ný ódæði. Löggæslu- og leyniþjónustumenn í Bandaríkjnum segja ekki hægt að sjá fyrir allar árásir og koma þar með í veg fyrir þær. Heimavarnarráðuneytið þar í landi leggi hins vegar allt sitt fram til að koma í veg fyrir alvarlegar árásir. Í nýrri skýrslu RAND ráðgjafarfyrirtækisins, sem birt var í síðasta mánuði, var bent á töluverðar brotalamir í eftirliti með höfnum í Bandaríkjunum. Hætta væri á að hryðjuverkamenn nýttu sér það til að smygla kjarnorkuvopnum inn í landið. Í skýrslunni er farið yfir það hvernig hryðjuverkamenn gætu smyglað kjarnorkusprengju inn í Bandaríkin í gegnum höfnina í Long Beach í Kaliforníu. Það er mat skýrsluhöfunda að 60 þúsund íbúar í næsta nágrenni myndu þegar týna lífi ef tíu kílótonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í gámi þar. 150 þúsund íbúar til viðbótar yrðu svo fyrir alvarlegri geislun. Tom Ridge, fyrrverandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir hættuna á hryðjuverkum alltaf verða fyrir hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira