Innlent

Orkuveitan vinnur með háskólum

Orkuveita Reykjavíkur, ásamt sjö háskólum, hefur stofnsett sjálfstæðan sjóð sem ætlað er að vera samstarfsvettvangur um orku- og umhverfisrannsóknir.

Eitt hundrað milljónir króna eru í sjóðnum nú við stofnun hans og er stefnt að því að Orkuveitan leggi um hálft prósent af tekjum sínum í sjóðinn árlega. Sjóðurinn er rannsóknarsjóður til að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála. Háskólarnir sem að sjóðnum koma eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands, Landbúnaðarháskólinn, Háskólinn á Bifröst og Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×