Innlent

Eyða um efni fram sem aldrei fyrr

Íslendingar eyða nú um efni fram - og fjárfesta - sem aldrei fyrr. Viðskiptahallinn tvöfaldaðist á fyrri helmingi ársins miðað við árið í fyrra og var hvorki meira né minna en 124 milljarðar króna.

Seðlabankinn birti í dag yfirlit yfir greiðslujöfnuð á fyrri árshelmingi og stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. Halli var á öllum liðum viðskiptajafnaðarins, vörum, þjónustu, þáttatekjum og rekstrarframlögum.

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir hagkerfið væntanlega munu ná jafnvægi á næstu misserum og þá verði svona tölur úr sögunni.

Mikill viðskiptahalli gerir það einnig að verkum að krónan er sterkari en hún ætti að vera, en forstöðumaður Hagfræðistofnunar getur eðli málsins samkvæmt ekki hvatt til spákaupmennsku í þeim efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×