Innlent

Menntamálanefnd fundi vegna stöðu erlendra barna

MYND/Stefán

Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að fundað verði eins fljótt auðið er vegna frétta af því að mörg erlend börn á grunnskólaaldri fái ekki að stunda nám í grunnskóla. Í bréfi til formanns menntmálanefndar segja þingmennirnir að með þessu séu brotin íslensk lög og mannréttindi á börnunum. Vilji þeir kanna umfang vandans og ráða bót á honum með hraði. Óska þeir jafnframt eftir því að menntamálaráðherra verði kallaður á fund nefndarinnar til að gera nefndinni grein fyrir afstöðu sinni í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×