Körfubolti

Ísland mætir Finnum annað kvöld

Jón Arnór og félagar verða í eldlínunni annað kvöld
Jón Arnór og félagar verða í eldlínunni annað kvöld Mynd/Vilhelm
Íslenska landsliðið í körfubolta leikur fyrsta leikinn í sínum riðli í í b-deild Evrópukeppninnar á morgun þegar liðið mætir Finnum. Finnska landsliðið kom til landsins í gær en liðið er mjög sterkt og er gríðarlega mikilvægt að Íslenska liðið fái góðan stuðning í Laugardalshöllinni annað kvöld.

Finnar voru af mörgum taldir með sterkasta liðið á Norðurlandamótinu í

haust. Síðast þegar liðin mættust tapaði Ísland með átta stiga mun þannig

að mjótt er á getumum liðanna. Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari

getur stillt upp sínu sterkasta liði gegn Finnum annað kvöld. Íslensku

strákarnir hafa náð að æfa vel fyrir komandi leiki en landsliðið mætir svo

Georgíumönnum ytra um næstu helgi.

Í finnska liðinu er leikmaður að nafni Hanno Mottola sem áður gerði garðinn

frægan með bandaríska NBA liðinu Atlanta Hawks. Síðast þegar hann lék á

Íslandi fyrir fimm árum reyndist hann íslenska landsliðinu afar erfiður en

þá skoraði hann 42 stig þannig að verðugt verkefni verður fyrir strákana

okkar að hafa stjórn á honum.

Keppni hófst um helgina í riðli Íslands þegar Finnar og Georgíumenn unnu

stóra sigra. Finnar unnu Austurríkismenn með 27 stigum í Helsinki, 87-50,

þar sem austurríska liðið skoraði aðeins 14 stig í seinni hálfleik. Georgía

vann svo 42 stiga sigur á Lúxemborg, 86-44, á heimavelli á sunnudaginn þar sem leikurinn leystist upp í slagsmál leikmanna og áhorfenda í lokin.

Leikið er í fjórum fimm liða riðlum í B-deildinni og kemst efsta liðið í

hverjum riðli áfram í umspil um tvö laus sæti í A-deildinni.

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson verður gestur í íþróttaspjallinu á

NFS klukkan 13.20 á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×