Innlent

Tekjur vegna skemmtiferðaskipa nema hundruðum milljóna króna

Mynd/GVA

Um það bil 190 skemmtiferðaskip koma til landsins í sumar. Tekjur vegna hafnar og vitagjalda nema allt að 150 milljónum króna. Á vef samgönguráðeytisins kemur fram að áætla megi að tekjur vegna hafnar og vitagjalda séu um 130-150 milljónir króna. Þá er talið að ferðamenn sem komi í land verji um 300-500 milljónum króna í vöru og þjónustu. Skipin hafa flest viðkomu í Reykjavíkurhöfn en mörg þeirra koma einnig við í öðrum höfnum landsins. Komur skemmtiferðaskipa hafa til að mynda aukist jafnt og þétt á Ísafirði og á Akureyri en 53 Skip munu eiga leið um Akureyri í sumar og 22 á Ísafirði. Þá stefna Grundfirðingar á enn virkara markaðsstarf til að laða að skemmtiferðaskip. 10 skip áttu viðkomu í Grundarfirði í sumar og nema tekjur hafnarinnar um tveimur milljónum króna vegna þjónustu við skemmtiferðaskipin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×