Annatími fram undan vegna vals á framboðslista 31. ágúst 2006 12:45 Það verður einnig annatími hjá stjórnmálaflokkunum næstu vikurnar og mánuðina þar sem víða verða teknar ákvarðanir um hvernig valið skuli á framboðslista fyrir alþingiskosningar næsta vor. Frjálslyndir virðast lengst á veg komnir í undirbúningi. Kosningavetur fer senn í hönd og því má búast við átökum bæði milli flokka og innan þeirra í aðdraganda kosninganna. Allir eru flokkarnir farnir að huga að framboðsmálum og eins fram hefur komið efnir Samfylkingin til prófkjörs fyrir Reykjavíkurkjördæmin þann 11. nóvember. Frjálslyndi flokkurinn er nokkuð á veg kominn í sínum undirbúningi en innan hans fer nú fram svokölluð forkönnun þar sem bréf hefur verið sent til allra félagsmanna og þeir beðnir um benda á fulltrúa í sínu kjördæmi sem komi til greina á framboðslista fyrir kosningarnar. Félagsmenn hafa frest til 10. september til að skila inn tilnefningu og í framhaldinu verður stillt upp á lista. Hjá Sjálfstæðisflokknum verður fyrirkomulag framboðsmála einnig ákveðið hjá kjördæmaráðum en aðalfundir þeirra verða í lok september og í október. Svipaða sögu er að segja af Framsóknarflokknum en þar verður það í höndum kjördæmissambanda að ákveða hvernig valið skuli á framboðslista. Samböndin halda kjördæmisþing í október eða nóvember næstkomandi. Hjá vinstri - grænum er unnið að hugmyndum um forval og er sú vinna lengst komin á suðvesturhorninu. Þar er enn verið að skoða hugmyndir um sameiginlegt forval í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru flokksins, en tillögur um forval verða kynntar á félagsfundi 12. september í Reykjavík. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Það verður einnig annatími hjá stjórnmálaflokkunum næstu vikurnar og mánuðina þar sem víða verða teknar ákvarðanir um hvernig valið skuli á framboðslista fyrir alþingiskosningar næsta vor. Frjálslyndir virðast lengst á veg komnir í undirbúningi. Kosningavetur fer senn í hönd og því má búast við átökum bæði milli flokka og innan þeirra í aðdraganda kosninganna. Allir eru flokkarnir farnir að huga að framboðsmálum og eins fram hefur komið efnir Samfylkingin til prófkjörs fyrir Reykjavíkurkjördæmin þann 11. nóvember. Frjálslyndi flokkurinn er nokkuð á veg kominn í sínum undirbúningi en innan hans fer nú fram svokölluð forkönnun þar sem bréf hefur verið sent til allra félagsmanna og þeir beðnir um benda á fulltrúa í sínu kjördæmi sem komi til greina á framboðslista fyrir kosningarnar. Félagsmenn hafa frest til 10. september til að skila inn tilnefningu og í framhaldinu verður stillt upp á lista. Hjá Sjálfstæðisflokknum verður fyrirkomulag framboðsmála einnig ákveðið hjá kjördæmaráðum en aðalfundir þeirra verða í lok september og í október. Svipaða sögu er að segja af Framsóknarflokknum en þar verður það í höndum kjördæmissambanda að ákveða hvernig valið skuli á framboðslista. Samböndin halda kjördæmisþing í október eða nóvember næstkomandi. Hjá vinstri - grænum er unnið að hugmyndum um forval og er sú vinna lengst komin á suðvesturhorninu. Þar er enn verið að skoða hugmyndir um sameiginlegt forval í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru flokksins, en tillögur um forval verða kynntar á félagsfundi 12. september í Reykjavík.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira