Valgerður segir Samfylkinguna vera að losa sig frá ábyrgð 30. ágúst 2006 18:12 Mynd/Gunnar V. Andrésson Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira