Innlent

Metfjöldi ferðamanna

Ferðamenn
Ferðamenn MYND/Valgarð

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 67 þúsund erlendir ferðamenn um flugstöðina í júlí. Þetta er mesti fjöldi ferðamanna, sem komið hafa til landsins, í einum mánuði og hækkun um 2,6% frá sama tíma í fyrra.

Fjöldi Bandaríkjamanna og Breta stendur nánast í stað á milli ára en fjölgun er á Norðurlandabúum og Þjóðverjum. Norðurlandabúar eru fjölmennastir, um 15.500 talsins, tæplega 9.000 frá Þýskalandi, 8.700 frá Bandaríkjunum og 8.000 frá Bretlandi.

Alls eru gestir frá 15 löndum taldir sérstaklega en til stendur að fjölga löndunum og bæta meðal annars við gestum frá Kína.

Frá áramótum og til júlíloka hafa alls 216 þúsund erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð. Það er 6,3% hækkun miðað við sama tíma í fyrra.

Undanfarin ár hefur ágúst verið sá mánuður sem flestir ferðamenn heimsækja landið, því er ekki ósennilegt að metið verði fljótt slegið.

Nánar á ferðamálastofa.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×