Landlæknir á leið til Malaví 25. ágúst 2006 22:54 Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn. Þau Sigurður og Sigríður halda til hjálparstarfa í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í október. Áætlan er að þau dvelji þar í eitt ár. Stofnunin hefur veitt fé og tæknilega aðstoð við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay svæðinu í Malaví síðan árið 2000. Sigurður og Sigríður munu taka að sér verkefnastjórn á svæðinu. Sigurður segir verkefnið þríþætt og unnið í samvinnu við malavísk stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk. Í fyrsta lagi munu þau sjá um uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúss, einnig tryggja fræðslu sem verði eftir í landi og áframhaldandi rannsóknarvinnu og rannsóknarsamstarf Íslands og Malaví. Sigurður segir vandamáli sem heilbrigðisstarfsmenn í Malaví standi frammi fyrir langt frá þeim vandamálum sem sé að glíma við á Íslandi í dag. Í Malaví verði krabbamein eða kransæðastífla ekki nokkrum að aldurtila því meðalaldurinn sé 36 ár hjá bæði konum og körlum. Algengustu dánarorsakir séu kólera og aðrar niðurgangspestir, alnæmi, malaría, vannæring og lungnabólga. Sigurður segir ungbarnadauða mikinn, hundrað börn af hverjum þúsund lifandi fæddum deyji sem sé þrjátíu til fjörutíu sinnum hærra hlutfall en hér á landi. Sigurðu segir þau hjónin þegar hafa verið búin að ákveða að taka árs námsleyfi í Bandaríkjunum. Ferð þeirra til Malaví, Sambíu og Úganda fyrr á þessu ári hafi hins vegar breytt því. Þau hafi orðið fyrir miklum áhrif og ákveðið að slá til. Annað hefði ekki komið til greina. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ráðuneyti sitt koma að málinu að þvi leyti að Sigurður og Sigríður starfi á vegum þess. Ráðuneytið hafi ákveðið að veita þeim leyfi til starfans í eitt ár. Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn. Þau Sigurður og Sigríður halda til hjálparstarfa í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í október. Áætlan er að þau dvelji þar í eitt ár. Stofnunin hefur veitt fé og tæknilega aðstoð við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay svæðinu í Malaví síðan árið 2000. Sigurður og Sigríður munu taka að sér verkefnastjórn á svæðinu. Sigurður segir verkefnið þríþætt og unnið í samvinnu við malavísk stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk. Í fyrsta lagi munu þau sjá um uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúss, einnig tryggja fræðslu sem verði eftir í landi og áframhaldandi rannsóknarvinnu og rannsóknarsamstarf Íslands og Malaví. Sigurður segir vandamáli sem heilbrigðisstarfsmenn í Malaví standi frammi fyrir langt frá þeim vandamálum sem sé að glíma við á Íslandi í dag. Í Malaví verði krabbamein eða kransæðastífla ekki nokkrum að aldurtila því meðalaldurinn sé 36 ár hjá bæði konum og körlum. Algengustu dánarorsakir séu kólera og aðrar niðurgangspestir, alnæmi, malaría, vannæring og lungnabólga. Sigurður segir ungbarnadauða mikinn, hundrað börn af hverjum þúsund lifandi fæddum deyji sem sé þrjátíu til fjörutíu sinnum hærra hlutfall en hér á landi. Sigurðu segir þau hjónin þegar hafa verið búin að ákveða að taka árs námsleyfi í Bandaríkjunum. Ferð þeirra til Malaví, Sambíu og Úganda fyrr á þessu ári hafi hins vegar breytt því. Þau hafi orðið fyrir miklum áhrif og ákveðið að slá til. Annað hefði ekki komið til greina. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ráðuneyti sitt koma að málinu að þvi leyti að Sigurður og Sigríður starfi á vegum þess. Ráðuneytið hafi ákveðið að veita þeim leyfi til starfans í eitt ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira