Nico Muhly - Speaks Volumes 24. ágúst 2006 18:30 Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York. Nico Muhly útskrifaðist frá tónsmíðadeild Juilliard og hefur þegar á 25. aldursári vakið mikla athygli þeirra sem hafa fingur á púlsi ný-klssískrar tónlistar, en verk hans eru flutt reglulega beggja vegna Atlantshafsins. Speaks Volumes er unnin í nánu samstarfi við Valgeir Sigurðsson og er jafnframt fyrsta útgáfan undir nýstofnuðu merki hans Bedroom Community, en leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Valgeir vann að plötu Bjarkar, Medúlla, í New York. Nico var þá fenginn til að leika á píanó og aðstoðaði hann síðar við útsetningar á tónlistinni í kvikmyndinni Drawing Restraint 9 - og sú hugmynd kviknaði fljótlega að vinna saman að hljómplötu með verkum Nicos. Þá fékk Valgeir Nico einnig til liðs við sig við strengjaútsetningar fyrir væntanlega plötu Bonnie 'Prince' Billy, sem hann stjórnaði upptökum á fyrir skemmstu. Nico hefur síðust ár unnið náið með hinu þekkta bandaríska tónskáldi Philip Glass, sem útsetjari kvikmynda- og sviðstónlistar, auk þess að hafa skrifað útsetningar fyrir Antony (úr Antony and the Johnssons), en Antony er einn þeirra flytjenda sem leggja Nico lið á Speaks Volumes. Af framangreindu má merkja að tónlist Nico Muhly hefur breiða skýrskotun en Speaks Volumes skartar 7 kammer verkum sem byggja oft á einu lykilhljóðfæri (selló, marimba, píanó, fiðla, klarínett, lágfiðla..) og Valgeir og Nico nýta sér óravíddir hljóðvers-tækninnar til að varpa nýju ljósi á hljóðheim þessara hefðbundnu hljóðfæra, þar sem áhersla er lögð á óvenju mikla 'nálægð' hljómsins. Þannig hefst platan á "Clear Music", verki sem skrifað er fyrir selló- studdu af hörpu og selestu, en loka verkið "Keep In Touch" er einskonar dúett fyrir lágfiðlu og einstaka rödd Antonys, umvafinn veigamiklum undirleik . Þrátt fyrir að Nico vinni tónsmíðar sínar á hefðbundinn máta, (með blaði og penna) eru verkin á Speaks Volumes ekki endilega skrifuð eða unnin útfrá því að hægt sé að flytja þau á tónleikum líkt og um nítjándu aldar klassík væri að ræða, en nokkur hafa þó verið flutt nú þegar í New York við góðan orðstír og er stefnan tekin á tónleika í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina síðar á árinu. Lífið Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York. Nico Muhly útskrifaðist frá tónsmíðadeild Juilliard og hefur þegar á 25. aldursári vakið mikla athygli þeirra sem hafa fingur á púlsi ný-klssískrar tónlistar, en verk hans eru flutt reglulega beggja vegna Atlantshafsins. Speaks Volumes er unnin í nánu samstarfi við Valgeir Sigurðsson og er jafnframt fyrsta útgáfan undir nýstofnuðu merki hans Bedroom Community, en leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Valgeir vann að plötu Bjarkar, Medúlla, í New York. Nico var þá fenginn til að leika á píanó og aðstoðaði hann síðar við útsetningar á tónlistinni í kvikmyndinni Drawing Restraint 9 - og sú hugmynd kviknaði fljótlega að vinna saman að hljómplötu með verkum Nicos. Þá fékk Valgeir Nico einnig til liðs við sig við strengjaútsetningar fyrir væntanlega plötu Bonnie 'Prince' Billy, sem hann stjórnaði upptökum á fyrir skemmstu. Nico hefur síðust ár unnið náið með hinu þekkta bandaríska tónskáldi Philip Glass, sem útsetjari kvikmynda- og sviðstónlistar, auk þess að hafa skrifað útsetningar fyrir Antony (úr Antony and the Johnssons), en Antony er einn þeirra flytjenda sem leggja Nico lið á Speaks Volumes. Af framangreindu má merkja að tónlist Nico Muhly hefur breiða skýrskotun en Speaks Volumes skartar 7 kammer verkum sem byggja oft á einu lykilhljóðfæri (selló, marimba, píanó, fiðla, klarínett, lágfiðla..) og Valgeir og Nico nýta sér óravíddir hljóðvers-tækninnar til að varpa nýju ljósi á hljóðheim þessara hefðbundnu hljóðfæra, þar sem áhersla er lögð á óvenju mikla 'nálægð' hljómsins. Þannig hefst platan á "Clear Music", verki sem skrifað er fyrir selló- studdu af hörpu og selestu, en loka verkið "Keep In Touch" er einskonar dúett fyrir lágfiðlu og einstaka rödd Antonys, umvafinn veigamiklum undirleik . Þrátt fyrir að Nico vinni tónsmíðar sínar á hefðbundinn máta, (með blaði og penna) eru verkin á Speaks Volumes ekki endilega skrifuð eða unnin útfrá því að hægt sé að flytja þau á tónleikum líkt og um nítjándu aldar klassík væri að ræða, en nokkur hafa þó verið flutt nú þegar í New York við góðan orðstír og er stefnan tekin á tónleika í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina síðar á árinu.
Lífið Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira