Fyrsta lagið frá Lay Low 22. ágúst 2006 17:30 Listakonan Lay Low hefur nú sent frá sér titillag plötu sinnar sem kemur út í haust. Lagið heitir "Please dont hate me" Nú er komið út fyrsta lagið hjá listakonunni Lay Low. Lagið er titillag hennar fyrstu plötu og ber hið skemmtilega nafn, "Please don't hate me". Upptökur á plötunni sjálfri eru langt á veg komnar og er áætlaður útgáfudagur þann 20. september næstkomandi. Lay Low skaust fram á sjónarsviðið í byrjun þessa árs, en útgáfufyrirtækið COD Music gerði sér lítið fyrir og gerði við hana plötusamning eftir að hafa einungis heyrt tvær demóupptökur á internetinu. Síðan þá hefur hún spilað á fjölmörgum tónleikum víðsvegar um landið og fengið frábærar viðtökur frá fólki á öllum aldri. Lay Low mun spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í október. Um Lay Low Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir fæddist í London árið 1982 en þar býr faðir hennar sem er ættaður frá Sri Lanka. Ung að aldri fluttist hún til Íslands með móður sinni, sem er íslensk. Snemma byrjaði hún að læra á píanó en á unglingsárum færði hún sig yfir í önnur hljóðfæri eins og gítar og bassa. Lovísa hefur stundað nám í ýmsum tónlistarskólum og tók m.a. 1 ár í FÍH á rafbassa. Nú í haust er hún að hefja nám á Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Lovísa hefur spilað með ýmsum hljómsveitum gegnum tíðina eins og Stratus, Blúsbandi Thollyar og Stardust Motel, og í dag leikur hún með hljómsveitinni Benny Crespo's Gang. Það var ekki fyrr en snemma á þessu ári sem hún byrjar að semja sína eigin tónlist og koma fram undir nafninu Lay Low en nokkrum mánuðum áður hafði hún verið að byrja með kántrý band með vinkonum sínum, en helmingurinn af því bandi fór erlendis um tíma. Síðan þá hafa hlutirnir verið að gerast hratt og útgáfufyritækið Cod Music bauð henni plötusamning fyrir sólóverkefnið Lay Low. Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Sjá meira
Nú er komið út fyrsta lagið hjá listakonunni Lay Low. Lagið er titillag hennar fyrstu plötu og ber hið skemmtilega nafn, "Please don't hate me". Upptökur á plötunni sjálfri eru langt á veg komnar og er áætlaður útgáfudagur þann 20. september næstkomandi. Lay Low skaust fram á sjónarsviðið í byrjun þessa árs, en útgáfufyrirtækið COD Music gerði sér lítið fyrir og gerði við hana plötusamning eftir að hafa einungis heyrt tvær demóupptökur á internetinu. Síðan þá hefur hún spilað á fjölmörgum tónleikum víðsvegar um landið og fengið frábærar viðtökur frá fólki á öllum aldri. Lay Low mun spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í október. Um Lay Low Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir fæddist í London árið 1982 en þar býr faðir hennar sem er ættaður frá Sri Lanka. Ung að aldri fluttist hún til Íslands með móður sinni, sem er íslensk. Snemma byrjaði hún að læra á píanó en á unglingsárum færði hún sig yfir í önnur hljóðfæri eins og gítar og bassa. Lovísa hefur stundað nám í ýmsum tónlistarskólum og tók m.a. 1 ár í FÍH á rafbassa. Nú í haust er hún að hefja nám á Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Lovísa hefur spilað með ýmsum hljómsveitum gegnum tíðina eins og Stratus, Blúsbandi Thollyar og Stardust Motel, og í dag leikur hún með hljómsveitinni Benny Crespo's Gang. Það var ekki fyrr en snemma á þessu ári sem hún byrjar að semja sína eigin tónlist og koma fram undir nafninu Lay Low en nokkrum mánuðum áður hafði hún verið að byrja með kántrý band með vinkonum sínum, en helmingurinn af því bandi fór erlendis um tíma. Síðan þá hafa hlutirnir verið að gerast hratt og útgáfufyritækið Cod Music bauð henni plötusamning fyrir sólóverkefnið Lay Low.
Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Sjá meira