Innlent

Kennsla hefst á velgengnisviku

Íslandsklukkan, við Háskólann á Akureyri
Íslandsklukkan, við Háskólann á Akureyri MYND/Kristján

Kennsla nýnema í grunnnámi hófst í dag við Háskólann á Akureyri. Kennslan hefst með velgengnisviku sem er sérstök kynningarvika fyrir nýnema til að undirbúa þá undir nám og störf í háskóla. Kennsla eldri nemenda hefst mánudaginn 28. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Rúmlega 1450 nemendur eru skráðir til náms við Háskólann á Akureyri. Þarf af eru 150 nemendur í dagskóla og um 520 í fjarnámi. Að auki stunda tæplega 200 nemendur framhaldsnám.

Meistaranám í lögfræði verður í boði í fyrsta sinn á Akureyri en það er framhald af þriggja ára B.A.- prófi og jafngildir hefðbundnu fimm ára embættisprófi í lögfræði.

Á annan tug skiptinema eru skráðir til náms og koma þeir víða að, sem dæmi má nefna Rússlandi, Þýskalandi, Póllandi, Lettlandi, Kína og Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×