Réttarhöld yfir Saddam Hussein hafin að nýju 21. ágúst 2006 09:13 Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Að þessu sinni er réttað yfir Saddam og sjö samverkamönnum hans vegna stríðsglæpa, þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyni á árunum 1987-88 þegar sókn ríkisstjórnarinnar í Bagdad gegn Kúrdum, svonefnd Anfal-herferð, stóð yfir. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í þessum óhugnanlegu hreinsunum sem Saddam er sagður hafa fyrirskipað til að refsa Kúrdum fyrir að styðja Írana í fyrsta Persaflóastríðinu. Í nokkrum tilvikum beitti stjórnarherinn eiturgasi en einn sjömenninganna sem hafa verið ákærðir er Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Ekki er þó fjallað um gasárásina á kúrdíska bæinn Halabja í þessum réttarhöldum þar sem 5.500 dóu, sérstakt dómhald verður helgað þeim hildarleik. Í morgun sýndi Saddam dómurunum að vanda lítinn samstarfsvilja, fyrst neitaði hann að segja til nafns og þegar hann var spurður um hvort hann væri sekur eða saklaus sagði hann að þeirri spurningu yrði að svara í nokkurra binda bókaflokk. Kveðinn verður upp dómur úr síðustu réttarhöldum yfir Saddam þann 16. október en þessi nýbyrjuðu réttarhöld munu hafa sinn gang jafnvel þó hann verði dæmdur til dauða. Von er á fleiri réttarhöldum að þessum loknum enda var ákveðið áður en byrjað var að rétta yfir Saddam, að sérstök réttarhöld yrðu haldin fyrir hvern og einn þátt í blóðugri forsetatíð hans. Erlent Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Að þessu sinni er réttað yfir Saddam og sjö samverkamönnum hans vegna stríðsglæpa, þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyni á árunum 1987-88 þegar sókn ríkisstjórnarinnar í Bagdad gegn Kúrdum, svonefnd Anfal-herferð, stóð yfir. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í þessum óhugnanlegu hreinsunum sem Saddam er sagður hafa fyrirskipað til að refsa Kúrdum fyrir að styðja Írana í fyrsta Persaflóastríðinu. Í nokkrum tilvikum beitti stjórnarherinn eiturgasi en einn sjömenninganna sem hafa verið ákærðir er Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Ekki er þó fjallað um gasárásina á kúrdíska bæinn Halabja í þessum réttarhöldum þar sem 5.500 dóu, sérstakt dómhald verður helgað þeim hildarleik. Í morgun sýndi Saddam dómurunum að vanda lítinn samstarfsvilja, fyrst neitaði hann að segja til nafns og þegar hann var spurður um hvort hann væri sekur eða saklaus sagði hann að þeirri spurningu yrði að svara í nokkurra binda bókaflokk. Kveðinn verður upp dómur úr síðustu réttarhöldum yfir Saddam þann 16. október en þessi nýbyrjuðu réttarhöld munu hafa sinn gang jafnvel þó hann verði dæmdur til dauða. Von er á fleiri réttarhöldum að þessum loknum enda var ákveðið áður en byrjað var að rétta yfir Saddam, að sérstök réttarhöld yrðu haldin fyrir hvern og einn þátt í blóðugri forsetatíð hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira