Lífið

Andóf og æskufjör

Undanfarin tvö ár hafa menningarstofnanir Reykjavíkurborgar staðið fyrir sameiginlegum kvöldgöngum um áhugaverða staði í miðbæ Reykjavíkur, þar sem margvísleg efni er snerta sögu og menningu borgarinnar hafa verið tekin fyrir.
Undanfarin tvö ár hafa menningarstofnanir Reykjavíkurborgar staðið fyrir sameiginlegum kvöldgöngum um áhugaverða staði í miðbæ Reykjavíkur, þar sem margvísleg efni er snerta sögu og menningu borgarinnar hafa verið tekin fyrir.

Undanfarin tvö ár hafa menningarstofnanir Reykjavíkurborgar staðið fyrir sameiginlegum kvöldgöngum um áhugaverða staði í miðbæ Reykjavíkur, þar sem margvísleg efni er snerta sögu og menningu borgarinnar hafa verið tekin fyrir. Óhætt er að segja að borgarbúar hafi kunnað að meta Kvöldgöngur úr Kvosinni og hafa þær verið mjög vel sóttar.

Næstkomandi fimmtudag, 17. ágúst, er komið að síðustu kvöldgöngu sumarsins. Að þessu sinni er um að ræða óvissugöngu í boði Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur. Leiðsögumenn verða frá öllum þessum söfnum, auk þess sem Sara Riel myndlistarmaður slæst með í för.

Eins og áður segir verður þessi ganga hulin nokkurri óvissu, en þó má upplýsa að hún einkennist af æskufjöri og andófi - og verður jafnframt á nokkuð hallærislegu plani. Það skal tekið fram að gangan er við allra hæfi og tekur rétt rúma klukkustund. Venju samkvæmt verður lagt af stað frá Grófarhúsi við Tryggvagötu klukkan 20:00 og er þátttaka ókeypis.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×