Sport

Friðrik Ingi ráðinn framkvæmdastjóri KKÍ

Friðrik Ingi Rúnarsson, sem verið hefur þjálfari meistaraflokks Grindavíkur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Friðrik Ragnarsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkinga, hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari Grindvíkinga í stað nafna síns Rúnarssonar. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS.

Friðrik Ragnarsson gerði Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfaði liðið þremur árum og skrifaði hann undir eins árs samning við Grindvíkinga nú síðdegis.

Friðrik Ingi tekur við störfum framkvæmdastjóra KKÍ samhliða því að aðstoða Sigurð Ingimundarson við þjálfun A-landsliðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×