Byssurnar þagnaðar 14. ágúst 2006 19:00 Margir flóttamenn snúa nú aftur til síns heima. MYND/AP Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri. Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira