Sögusigling með Húna II 2. ágúst 2006 17:15 Steini Pje segir frá og fer yfir sögu bátsins Hollvinafélagið Húni II, í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri, mun á næstunni bjóða upp á þrjár sögusiglingar um Eyjafjörð með eikarbátnum Húna II. Lagt verður af stað í fyrstu ferðina miðvikudaginn 9. águst nk. kl. 19:30 og svo næstu tvo miðvikudaga þar á eftir. Áætlað er að hver ferð taki um það bil eina og hálfa klukkustund en sigldur verður smá hringur um fjörðinn, út undir Svalbarðseyri og tilbaka. Hörður Geirson frá Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Þorsteinn Pétursson, sem er í forsvari fyrir Hollvinafélagið Húna II, segir að Húni hafi verið opinn í sumar á milli kl. 13 og 18 og að fjölmargir hafi komið um borð til að skoða bátinn og fara í stutta siglingu um pollinn. Um ferðirnar þrjár í ágúst segir Steini Pje að áhugi á bátnum hafi verið það mikill að Hollvinafélaginu hafi fundist tilvalið að bjóða upp á aðeins lengri siglingu en áður. "Þetta er kjörið tækifærið til að skoða fjörðinn okkar frá öðru sjónarhorni en við erum vön. Hörður Geirson starfsmaður á Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Í lok hverrar ferðar geta þeir sem vilja dýft færi og sjó og rennt fyrir fisk, en Húni er vanur frá fyrri tíð að fá fisk um borð því hann var gerður út til fiskveiða í 30 ár og hafði á þeim tíma borið að landi yfir 32.000 tonn af sjávarfangi af öllum gerðum," segir Steini Pje. Húni II er 130 tonna eikarbátur sem ber vitni um hagleik og handverk eyfirskra skipasmiða, en hann var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1963 rétt áður en smíði slíkra tréskipa var hætt. Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem til er á Íslandi. Í mars síðastliðnum færði Hollvinafélag Húna II Iðnaðarsafninu á Akureyri að gjöf þennan tæplega 26 metra langa bát, sem gerður var út til fiskveiða í 30 ár. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá þar sem talið var að hann hefði lokið hlutverki sínu. Ákvörðun var tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu, en Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir föluðust eftir bátnum og höfðu hug á að varðveita sögulegar minjar um skipasmíðar á Íslandi, en Þorvaldur þekkti til bátsins frá því hann var smíðaður. Mikil vinna fór í að fá niðurfelldar eyðingarkröfur sem hvíldu á bátnum og var Húni II skráður aftur á skipaskrá 1995. Veturinn 1995-96 kviknaði sú hugmynd að gera Húna II að skemmtibát til dæmis fyrir sjóstangveiði og hvalaskoðun og hefur hann verið notaður sem slíkur síðan 1997. Fyrsta árið voru ferðirnar farnar frá Skagaströnd, en síðan 1997 frá Hafnarfirði. Rekstri bátsins var hætt haustið 2004 og báturinn seldur til Akureyrar þar sem hann er nú varðveittur sem safngripur í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Lífið Menning Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Hollvinafélagið Húni II, í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri, mun á næstunni bjóða upp á þrjár sögusiglingar um Eyjafjörð með eikarbátnum Húna II. Lagt verður af stað í fyrstu ferðina miðvikudaginn 9. águst nk. kl. 19:30 og svo næstu tvo miðvikudaga þar á eftir. Áætlað er að hver ferð taki um það bil eina og hálfa klukkustund en sigldur verður smá hringur um fjörðinn, út undir Svalbarðseyri og tilbaka. Hörður Geirson frá Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Þorsteinn Pétursson, sem er í forsvari fyrir Hollvinafélagið Húna II, segir að Húni hafi verið opinn í sumar á milli kl. 13 og 18 og að fjölmargir hafi komið um borð til að skoða bátinn og fara í stutta siglingu um pollinn. Um ferðirnar þrjár í ágúst segir Steini Pje að áhugi á bátnum hafi verið það mikill að Hollvinafélaginu hafi fundist tilvalið að bjóða upp á aðeins lengri siglingu en áður. "Þetta er kjörið tækifærið til að skoða fjörðinn okkar frá öðru sjónarhorni en við erum vön. Hörður Geirson starfsmaður á Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Í lok hverrar ferðar geta þeir sem vilja dýft færi og sjó og rennt fyrir fisk, en Húni er vanur frá fyrri tíð að fá fisk um borð því hann var gerður út til fiskveiða í 30 ár og hafði á þeim tíma borið að landi yfir 32.000 tonn af sjávarfangi af öllum gerðum," segir Steini Pje. Húni II er 130 tonna eikarbátur sem ber vitni um hagleik og handverk eyfirskra skipasmiða, en hann var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1963 rétt áður en smíði slíkra tréskipa var hætt. Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem til er á Íslandi. Í mars síðastliðnum færði Hollvinafélag Húna II Iðnaðarsafninu á Akureyri að gjöf þennan tæplega 26 metra langa bát, sem gerður var út til fiskveiða í 30 ár. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá þar sem talið var að hann hefði lokið hlutverki sínu. Ákvörðun var tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu, en Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir föluðust eftir bátnum og höfðu hug á að varðveita sögulegar minjar um skipasmíðar á Íslandi, en Þorvaldur þekkti til bátsins frá því hann var smíðaður. Mikil vinna fór í að fá niðurfelldar eyðingarkröfur sem hvíldu á bátnum og var Húni II skráður aftur á skipaskrá 1995. Veturinn 1995-96 kviknaði sú hugmynd að gera Húna II að skemmtibát til dæmis fyrir sjóstangveiði og hvalaskoðun og hefur hann verið notaður sem slíkur síðan 1997. Fyrsta árið voru ferðirnar farnar frá Skagaströnd, en síðan 1997 frá Hafnarfirði. Rekstri bátsins var hætt haustið 2004 og báturinn seldur til Akureyrar þar sem hann er nú varðveittur sem safngripur í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Lífið Menning Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira