Ekki gerð krafa um tafarlaust vopnahlé 1. ágúst 2006 18:45 Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri. Erlent Fréttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Sjá meira
Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri.
Erlent Fréttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Sjá meira