Ekki gerð krafa um tafarlaust vopnahlé 1. ágúst 2006 18:45 Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri. Erlent Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri.
Erlent Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira