Kosningar fara vel af stað í Kongó 30. júlí 2006 12:42 Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Langar raðir kjósenda höfðu myndast fyrir utan kjörstaði í Kinshasa í morgun. Lögregla grannskoðaði hvort fólk hefði vopn á sér og hélt uppi strangri öryggisgæslu í grennd við kjörstaði. Þrjátíu og þrír sækjast eftir embætti forseta landsins og níu þúsund frambjóðendur eru um 500 þingsæti. Hinn ungi forseti landsins, Joseph Kabila, er líklegastur til að fara með sigur af hólmi, en auk hans eru í kjöri skæruliðaforingjar og fyrrverandi bandamenn Mobutu Sese Seko, forsetans sem hélt Kongó í viðjum fátæktar í áratugi, en er nú fallinn frá. Í Kongó búa um sextíu milljón manns og af þeim hafa 25 milljónir rétt til að greiða atkvæði í dag. Sameinuðu þjóðirnar sjá um framkvæmd kosninganna, sem kostar um þrjátíu milljarða króna enda eru flugvélar og þyrlur notaðar til að ferja kjörkassa í þessu víðfeðma landi sem er á stærð við vestur-Evrópu. Um 17.600 friðargæsluliðar eru á staðnum, en það eru fjölmennustu hersveitir sem Sameinuðu þjóðirnar hafa í nokkru landi. Frá 1996 - 2002 var harðvítug borgarastyrjöld í Kongó, sem líkja má við heimsstyrjöld því á tímabili tóku níu erlend ríki þátt í átökunum. Enn blossa upp skærur í landinu nær daglega og því er ljóst að ekki munu allir komast í kjörklefan sem hafa áhuga á því. Kongóbúar hafa þó veika von um að dagurinn í dag verði upphafið að nýrri og betri tíð. Erlent Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Langar raðir kjósenda höfðu myndast fyrir utan kjörstaði í Kinshasa í morgun. Lögregla grannskoðaði hvort fólk hefði vopn á sér og hélt uppi strangri öryggisgæslu í grennd við kjörstaði. Þrjátíu og þrír sækjast eftir embætti forseta landsins og níu þúsund frambjóðendur eru um 500 þingsæti. Hinn ungi forseti landsins, Joseph Kabila, er líklegastur til að fara með sigur af hólmi, en auk hans eru í kjöri skæruliðaforingjar og fyrrverandi bandamenn Mobutu Sese Seko, forsetans sem hélt Kongó í viðjum fátæktar í áratugi, en er nú fallinn frá. Í Kongó búa um sextíu milljón manns og af þeim hafa 25 milljónir rétt til að greiða atkvæði í dag. Sameinuðu þjóðirnar sjá um framkvæmd kosninganna, sem kostar um þrjátíu milljarða króna enda eru flugvélar og þyrlur notaðar til að ferja kjörkassa í þessu víðfeðma landi sem er á stærð við vestur-Evrópu. Um 17.600 friðargæsluliðar eru á staðnum, en það eru fjölmennustu hersveitir sem Sameinuðu þjóðirnar hafa í nokkru landi. Frá 1996 - 2002 var harðvítug borgarastyrjöld í Kongó, sem líkja má við heimsstyrjöld því á tímabili tóku níu erlend ríki þátt í átökunum. Enn blossa upp skærur í landinu nær daglega og því er ljóst að ekki munu allir komast í kjörklefan sem hafa áhuga á því. Kongóbúar hafa þó veika von um að dagurinn í dag verði upphafið að nýrri og betri tíð.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira