Barist á tveimur vígstöðvum 29. júlí 2006 12:12 Ísraelar börðust á tveimur vígstöðvum í nótt, á svæðum Palestínumanna í Gaza og í Líbanon. Rétt fyrir dögun í morgun gerðu þeir tvær loftárásir á Gaza nálægt landamærunum við Egyptaland. Rústir einar voru afleiðingar loftárásar Ísraelshers nálægt landamærum Gaza og Egyptalands, þar sem Ísraelar segja að Palestínumenn hafi grafið jarðgöng undir landamæragirðinguna yfir til Egyptalands. Slík göng hafa Palestínumenn notað til að smygla ýmsum varningi, þar á meðal vopnum. Í Gaza borg, ekki langt frá, gerðu Ísraelar loftárás á byggingar sem þeir segja að hafi verið notaðar sem vopnageymslur. Átökin í Gaza hófust fyrir mánuði og halda áfram, þó að stríðið í Líbanon hafi skyggt á þau í fjölmiðlum undanfarna daga. Ísraelski hermaðurinn, sem Palestínskir byssumenn rændu, er enn ekki kominn í leitirnar. Hjálpargögn berast nú í æ meiri mæli til Líbanons. Í morgun kom bandarískt herskip í höfnina í Beirút fullhlaðið ýmsum gögnum, svo sem teppum og segldúkum, sem bandarísk hjálparstofnun ætlar að dreifa. Rauði krossinn og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna komu matvælum inn í landið í gær og eru að fara að dreifa þeim. Á næstunni ætlar Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna að fara til Mið-Austurlanda, með tillögur í farteskinu um að alþjóðlegt herlið komi á friði í landinu. Bretar og Bandaríkjamenn vilja að herliðið starfi samkvæmt sjöunda kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, sem leyfir valdbeitingu til að koma á friði og öryggi - og krefst ekki að allir aðilar málsins nái samkomulagi fyrst. Erlent Fréttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Sjá meira
Ísraelar börðust á tveimur vígstöðvum í nótt, á svæðum Palestínumanna í Gaza og í Líbanon. Rétt fyrir dögun í morgun gerðu þeir tvær loftárásir á Gaza nálægt landamærunum við Egyptaland. Rústir einar voru afleiðingar loftárásar Ísraelshers nálægt landamærum Gaza og Egyptalands, þar sem Ísraelar segja að Palestínumenn hafi grafið jarðgöng undir landamæragirðinguna yfir til Egyptalands. Slík göng hafa Palestínumenn notað til að smygla ýmsum varningi, þar á meðal vopnum. Í Gaza borg, ekki langt frá, gerðu Ísraelar loftárás á byggingar sem þeir segja að hafi verið notaðar sem vopnageymslur. Átökin í Gaza hófust fyrir mánuði og halda áfram, þó að stríðið í Líbanon hafi skyggt á þau í fjölmiðlum undanfarna daga. Ísraelski hermaðurinn, sem Palestínskir byssumenn rændu, er enn ekki kominn í leitirnar. Hjálpargögn berast nú í æ meiri mæli til Líbanons. Í morgun kom bandarískt herskip í höfnina í Beirút fullhlaðið ýmsum gögnum, svo sem teppum og segldúkum, sem bandarísk hjálparstofnun ætlar að dreifa. Rauði krossinn og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna komu matvælum inn í landið í gær og eru að fara að dreifa þeim. Á næstunni ætlar Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna að fara til Mið-Austurlanda, með tillögur í farteskinu um að alþjóðlegt herlið komi á friði í landinu. Bretar og Bandaríkjamenn vilja að herliðið starfi samkvæmt sjöunda kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, sem leyfir valdbeitingu til að koma á friði og öryggi - og krefst ekki að allir aðilar málsins nái samkomulagi fyrst.
Erlent Fréttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Sjá meira