Grænt ljós á aðgerðir í Líbanon 27. júlí 2006 12:45 MYND/AP Ísraelar segja aðeins hægt að túlka niðurstöðu fundar í Róm í gær sem grænt ljós á árásir sínar á Líbanon. Ekki tókst samkomulag um tafarlaust vopnahlé á fundinum. Mannréttindasamtök saka Ísraela um að nota klasasprengjur í árásum á þéttbýl svæði í Líbanon. Það voru mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem komu fram með þessar ásakanir fyrr í vikunni. Fulltrúar þeirra segja Ísraelsher skjóta klasasprengjum í stórskotaliðsárásum. Spengjurnar dreifa mörgum minnisprengjum eftir að þær hafa skollið til jarðar. Samtökin segja slíkar sprengjur hafa verið notaðar í árásum á þorpið Blida í Suður-Líbanon fyrir rúmri viku þar sem einn óbreyttur borgari féll og minnst tólf særðust, þar af sjö börn. Starfsmenn samtakanna munu hafa orðið varir við sprengjur af þessari gerð í vopnabirgðum stórskotaliðsmanna í Ísarelsher við landamærin að Líbanon. Ísarelar svara þessum fullyrðinum þannig þeir noti aðeins vopn sem ekki eru bönnuð með alþjóðalögum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur þó ekki fengist í gegn. Loft- og stórskotaliðsárásir Ísraelshers í Suður-Líbanon héldu áfram í dag. Níu hermenn féllu í átökum í bænum Bint Jbeil í gær og er það mesta mannfall á einum degi úr röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum hálfum mánuði. Yfir 430 Líbanar og 50 Ísarelar hafa fallið á þeim tíma. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að sigur Hizbollah yrði sigur fyrir hryðjuverkamenn um allan heim. Til að forða mannfalli meðal Ísarelskra hermanna yrði að jafna þorp nálægt landamærunum að Ísrael við jörðu. Íbúar þar hefðu fengið nægan tíma til að hafa sig á brott og því væru aðeins stuðningsmenn Hizbollah eftir þar nú. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Ísraelar segja aðeins hægt að túlka niðurstöðu fundar í Róm í gær sem grænt ljós á árásir sínar á Líbanon. Ekki tókst samkomulag um tafarlaust vopnahlé á fundinum. Mannréttindasamtök saka Ísraela um að nota klasasprengjur í árásum á þéttbýl svæði í Líbanon. Það voru mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem komu fram með þessar ásakanir fyrr í vikunni. Fulltrúar þeirra segja Ísraelsher skjóta klasasprengjum í stórskotaliðsárásum. Spengjurnar dreifa mörgum minnisprengjum eftir að þær hafa skollið til jarðar. Samtökin segja slíkar sprengjur hafa verið notaðar í árásum á þorpið Blida í Suður-Líbanon fyrir rúmri viku þar sem einn óbreyttur borgari féll og minnst tólf særðust, þar af sjö börn. Starfsmenn samtakanna munu hafa orðið varir við sprengjur af þessari gerð í vopnabirgðum stórskotaliðsmanna í Ísarelsher við landamærin að Líbanon. Ísarelar svara þessum fullyrðinum þannig þeir noti aðeins vopn sem ekki eru bönnuð með alþjóðalögum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur þó ekki fengist í gegn. Loft- og stórskotaliðsárásir Ísraelshers í Suður-Líbanon héldu áfram í dag. Níu hermenn féllu í átökum í bænum Bint Jbeil í gær og er það mesta mannfall á einum degi úr röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum hálfum mánuði. Yfir 430 Líbanar og 50 Ísarelar hafa fallið á þeim tíma. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að sigur Hizbollah yrði sigur fyrir hryðjuverkamenn um allan heim. Til að forða mannfalli meðal Ísarelskra hermanna yrði að jafna þorp nálægt landamærunum að Ísrael við jörðu. Íbúar þar hefðu fengið nægan tíma til að hafa sig á brott og því væru aðeins stuðningsmenn Hizbollah eftir þar nú.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira