Telja stjórnvöld hafa rétt til að ráða Hamas-leiðtoga af dögum 7. júlí 2006 12:45 MYND/AP Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Gaza-ströndina í morgun, bæði úr lofti og á landi. Þorri ísraelsks almennings telur að stjórnvöld hafi rétt til að ráða leiðtoga Hamas-samtakanna af dögum. Eftir að herskáir Palstínumenn tóku ísraelskan hermann í gíslingu á dögunum hefur Ísraelsher haldið uppi linnulausum árásum á Gaza-ströndina. Í gær kom einhverra hörðustu átaka palestínskra skæruliða og ísraelskra hersveita í næstum tvö ár nærri þeim stað sem hermaðurinn var tekinn. Nítján Palestínumenn féllu og einn Ísraeli. Í morgun héldu Ísraelar uppteknum hætti, bæði með loftárásum og eins réðust hermenn inn á yfirgefið svæði á norðanverðu Gaza. Fréttir af mannfalli eru ennþá óljósar en í það minnsta einn Palestínumaður hefur látið lífið í árásunum. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna fordæmdi árásirnar harkarlega í morgun og sagði þær "glæpi gegn mannkyni." Augljóst væri að Ísraelar notuðu gíslatökuna sem yfirskin til að knésetja heimastjórn Palestínumanna sem Hamas-samtökin veita forystu. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir hins vegar að þær séu svar við ítrekuðum eldflaugaársásum Palestínumanna yfir landamærin á Gaza og liður í því að knýja þá til að sleppa hermanninum. Skoðanakönnun sem ísraelski dagblaðið Maariv birti í dag bendir til að 82 prósent Ísraela telja réttlætanlegt að yfirvöld láti ráða leiðtoga Hamas af dögum vegna átakanna á Gaza. Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Gaza-ströndina í morgun, bæði úr lofti og á landi. Þorri ísraelsks almennings telur að stjórnvöld hafi rétt til að ráða leiðtoga Hamas-samtakanna af dögum. Eftir að herskáir Palstínumenn tóku ísraelskan hermann í gíslingu á dögunum hefur Ísraelsher haldið uppi linnulausum árásum á Gaza-ströndina. Í gær kom einhverra hörðustu átaka palestínskra skæruliða og ísraelskra hersveita í næstum tvö ár nærri þeim stað sem hermaðurinn var tekinn. Nítján Palestínumenn féllu og einn Ísraeli. Í morgun héldu Ísraelar uppteknum hætti, bæði með loftárásum og eins réðust hermenn inn á yfirgefið svæði á norðanverðu Gaza. Fréttir af mannfalli eru ennþá óljósar en í það minnsta einn Palestínumaður hefur látið lífið í árásunum. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna fordæmdi árásirnar harkarlega í morgun og sagði þær "glæpi gegn mannkyni." Augljóst væri að Ísraelar notuðu gíslatökuna sem yfirskin til að knésetja heimastjórn Palestínumanna sem Hamas-samtökin veita forystu. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir hins vegar að þær séu svar við ítrekuðum eldflaugaársásum Palestínumanna yfir landamærin á Gaza og liður í því að knýja þá til að sleppa hermanninum. Skoðanakönnun sem ísraelski dagblaðið Maariv birti í dag bendir til að 82 prósent Ísraela telja réttlætanlegt að yfirvöld láti ráða leiðtoga Hamas af dögum vegna átakanna á Gaza.
Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira