Lífið

Snooze með nýtt lag

Eins og margir hafa tekið eftir hefur dúettinn SNOOZE, sem skipar þau Brynjar Má og Kristínu Ýr, verið mjög áberandi síðustu misseri. Fyrsta lag Snooze "Alla leið" sem kom út fyrir nokkrum mánuðum síðan hefur verið eitt allra stærsta lag sumarsins og fengið góða spilun í útvarpi. Myndbandið við lagið hefur einnig fengið mikla spilun á helstu sjónvarpsstöðvum landsins, lagið hefur hreinlega verið "út um allt" og má með sanni segja að það hafi farið "Alla leið". Einnig hefur Snooze verið að spila víða um land við góðar viðtökur.

Snooze gefur nú út sitt annað lag sem ber heitið "Allt eða ekkert".

Lagið verður einnig að finna á væntanlegri breiðskífu Snooze. Það er enginn annar en Vignir Snær Vigfússon sem að útsetur og stjórnar upptökum á laginu og Þorvaldur Bjarni sem hljóðblandar og masterar.

Nýja lagið verður sett inn á www.snooze.is og www.minnsirkus.is/snooze á slaginu kl. 8:00 á föstudagsmorgun. Þar verður hægt niðurhala laginu öllum að kostnaðarlausu. En þar má einmitt einnig finna "Alla leið" lagið, textan, myndbandið, myndir bakvið tjöldin og meira til. Að sjálfsögðu mun allt í kringum "Allt eða ekkert" rata einnig á síðuna.

Í næstu viku fer svo lagið af stað í útvarpi og verður spennandi að sjá og heyra viðtökur á næstu vikum. Einnig er hafinn undirbúningur við gerð myndbands við lagið sem að sjálfsögðu verður á helstu sjónvarpsstöðvum landsins í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×