Harkan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs 2. júlí 2006 18:45 Eftir að palestínskir skæruliðar tóku ísraelska hermanninn Gilad Shalit í gíslingu fyrir viku hefur ísraelski herinn haldið uppi linnulausum árásum á Gaza. Í nótt var spjótunum beint að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar en þá lögðu herþyrlur skrifstofur hans í Gaza-borg í rúst með flugskeytum. Enginn var í byggingunni þegar árásin var gerð en maður sem átti leið þar hjá særðist nokkuð. Á ríkisstjórnarfundi í morgun varði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, árásirnar í morgun og sagði að þungi þeirra yrði jafnvel aukinn ef ísraelski gíslinn yrði ekki látinn laus þegar í stað. Þessum orðum er augljóslega beint til palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-samtökin veita forystu en Ísraelar telja þau bera beinta ábyrgð á gíslatökunni. Árásin í nótt ber að skoða sem viðvörun til oddvita þeirra. Ismail Haniyeh skoðaði leifararnar af skrifstofu sinni í morgun ásamt Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og óhætt er að segja að hljóðið í þeim hafi verið dökkt. Árásir Ísraela hitta vitaskuld saklausa íbúa Gaza-strandarinnar verst fyrir. Rafmagn hefur ítrekað farið af svæðinu vegna sprenginga í orkuverum og því hafa Palestínumenn þurft að framleiða raforku með olíu. Þar sem landamærin að Gaza hafa hins vegar lokast eftir að árásarhrinan hófst hafa aðdrættir hins vegar meira og minna stöðvast og því hafa mannúðarsamtök vaxandi áhyggjur af ástandinu. Síðdegis opnuðu loks ísraelsk stjórnvöld eina landamærastöð svo hægt væri að flytja þangað matvæli og eldsneyti. Verður hún opin næstu daga, en aðeins nokkra klukkutíma í senn. Erlent Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Eftir að palestínskir skæruliðar tóku ísraelska hermanninn Gilad Shalit í gíslingu fyrir viku hefur ísraelski herinn haldið uppi linnulausum árásum á Gaza. Í nótt var spjótunum beint að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar en þá lögðu herþyrlur skrifstofur hans í Gaza-borg í rúst með flugskeytum. Enginn var í byggingunni þegar árásin var gerð en maður sem átti leið þar hjá særðist nokkuð. Á ríkisstjórnarfundi í morgun varði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, árásirnar í morgun og sagði að þungi þeirra yrði jafnvel aukinn ef ísraelski gíslinn yrði ekki látinn laus þegar í stað. Þessum orðum er augljóslega beint til palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-samtökin veita forystu en Ísraelar telja þau bera beinta ábyrgð á gíslatökunni. Árásin í nótt ber að skoða sem viðvörun til oddvita þeirra. Ismail Haniyeh skoðaði leifararnar af skrifstofu sinni í morgun ásamt Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og óhætt er að segja að hljóðið í þeim hafi verið dökkt. Árásir Ísraela hitta vitaskuld saklausa íbúa Gaza-strandarinnar verst fyrir. Rafmagn hefur ítrekað farið af svæðinu vegna sprenginga í orkuverum og því hafa Palestínumenn þurft að framleiða raforku með olíu. Þar sem landamærin að Gaza hafa hins vegar lokast eftir að árásarhrinan hófst hafa aðdrættir hins vegar meira og minna stöðvast og því hafa mannúðarsamtök vaxandi áhyggjur af ástandinu. Síðdegis opnuðu loks ísraelsk stjórnvöld eina landamærastöð svo hægt væri að flytja þangað matvæli og eldsneyti. Verður hún opin næstu daga, en aðeins nokkra klukkutíma í senn.
Erlent Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira