Ísraelsher réðist inn á Gaza 28. júní 2006 12:15 Herskáir meðlimir Fatah taka sér stöðu fyrir innrás Ísraela í Khan Younis í gær MYND/AP Ísraelsher réðist inn í suðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöldi til að reyna að frelsa ísraelskan hermann sem hefur verið í gíslingu herskárra Palestínumanna frá því á sunnudag. Abbas, forseti Palestínu, segir innrásina stríðsglæp. Árás Ísraelshers er gerð innan við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjórn Palestínumanna, og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas meðal annars umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Ísraelsmenn gefa lítið fyrir samkomulagið. Það var svo seint í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar honum verði skilað heilu og höldnu. Samkvæmt vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz er það ætlun hermanna að umkringja mannræningjana og koma í veg fyrir að hermanninum verði smyglað til Egyptalands og þaðan til Súdan. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um dvalarstað hans ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Að sögn Ísraelshers mættu hermenn engri andspyrnu og íbúar á svæðinu munu hafa leitað skjóls í Rafah. Abbas, forseti Palestínumanna, sagði í morgun að innrás Ísarelshers á Gaza-ströndina í morgun væri glæpur gegn mannkyninu. Talsmaður Hamas segir hana stríðsglæp. Verið sé að refsa öllum Palestínumönnum fyrir glæpi nokkurra þeirra. Einn þingmaður Hamas lét hafa eftir sér að Olmert, forsætisráðherra Ísraels, væri að stefna lífi hermannsins unga í hættu með aðgerðunum. Erlent Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ísraelsher réðist inn í suðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöldi til að reyna að frelsa ísraelskan hermann sem hefur verið í gíslingu herskárra Palestínumanna frá því á sunnudag. Abbas, forseti Palestínu, segir innrásina stríðsglæp. Árás Ísraelshers er gerð innan við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjórn Palestínumanna, og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas meðal annars umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Ísraelsmenn gefa lítið fyrir samkomulagið. Það var svo seint í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar honum verði skilað heilu og höldnu. Samkvæmt vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz er það ætlun hermanna að umkringja mannræningjana og koma í veg fyrir að hermanninum verði smyglað til Egyptalands og þaðan til Súdan. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um dvalarstað hans ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Að sögn Ísraelshers mættu hermenn engri andspyrnu og íbúar á svæðinu munu hafa leitað skjóls í Rafah. Abbas, forseti Palestínumanna, sagði í morgun að innrás Ísarelshers á Gaza-ströndina í morgun væri glæpur gegn mannkyninu. Talsmaður Hamas segir hana stríðsglæp. Verið sé að refsa öllum Palestínumönnum fyrir glæpi nokkurra þeirra. Einn þingmaður Hamas lét hafa eftir sér að Olmert, forsætisráðherra Ísraels, væri að stefna lífi hermannsins unga í hættu með aðgerðunum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira