Ecclestone hraunar yfir Bandaríkjamenn 23. júní 2006 15:05 Bernie Ecclestone vandar Bandaríkjamönnunum ekki kveðjurnar NordicPhotos/GettyImages Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Flestum er í fersku minni hvernig keppnin þar í landi fór í fyrra, þegar aðeins sex bílar tóku þátt eftir að restin neitaði að ræsa af öryggisástæðum. Bandarískir áhorfendur urðu æfir í kjölfarið, heimtuðu að fá miða sína endurgreidda og sóru þess eið að stíga aldrei fæti inn á Indianapolis-brautina. Nú hefur Bernie Ecclestone varpað sprengju á Kanann og segir að aðstandendur keppninnar þar í landi eigi ekki von á neinum greiðum frá sér þegar kemur að því að endurnýja samningana í sumar. "Það skiptir Formúlu 1 engu máli hvort keppt er í Bandaríkjunum eður ei og því ætlum við ekki að gera þeim neina greiða. Hvað fáum við svosem frá Ameríku? Gremju, það er allt og sumt. Ef maður bíður góðann daginn á vitlausum tíma í Bandaríkjunum - fær maður lögsókn í hausinn. Við fáum enga styrktaraðila þarna, fáum ekkert út úr sjónvarpsréttinum - og þegar allt kemur til alls, erum við með fleiri áhorfendur á Möltu en nokkurn tímann í Bandaríkjunum," sagði Ecclestone og skóf ekki af svörum sínum."Ef Bandaríkjamenn vilja hinsvegar halda áfram að halda kappaksturinn þar í landi, er ég meira en fús til að ræða við þá og mun líka gera það næst þegar ég fer þangað. Ég hef átt ágætis samstarf við forráðamenn Indianapolis og ég er því viss um að við munum eiga góða fundi þar þegar að því kemur." Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Flestum er í fersku minni hvernig keppnin þar í landi fór í fyrra, þegar aðeins sex bílar tóku þátt eftir að restin neitaði að ræsa af öryggisástæðum. Bandarískir áhorfendur urðu æfir í kjölfarið, heimtuðu að fá miða sína endurgreidda og sóru þess eið að stíga aldrei fæti inn á Indianapolis-brautina. Nú hefur Bernie Ecclestone varpað sprengju á Kanann og segir að aðstandendur keppninnar þar í landi eigi ekki von á neinum greiðum frá sér þegar kemur að því að endurnýja samningana í sumar. "Það skiptir Formúlu 1 engu máli hvort keppt er í Bandaríkjunum eður ei og því ætlum við ekki að gera þeim neina greiða. Hvað fáum við svosem frá Ameríku? Gremju, það er allt og sumt. Ef maður bíður góðann daginn á vitlausum tíma í Bandaríkjunum - fær maður lögsókn í hausinn. Við fáum enga styrktaraðila þarna, fáum ekkert út úr sjónvarpsréttinum - og þegar allt kemur til alls, erum við með fleiri áhorfendur á Möltu en nokkurn tímann í Bandaríkjunum," sagði Ecclestone og skóf ekki af svörum sínum."Ef Bandaríkjamenn vilja hinsvegar halda áfram að halda kappaksturinn þar í landi, er ég meira en fús til að ræða við þá og mun líka gera það næst þegar ég fer þangað. Ég hef átt ágætis samstarf við forráðamenn Indianapolis og ég er því viss um að við munum eiga góða fundi þar þegar að því kemur."
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira