Ecclestone hraunar yfir Bandaríkjamenn 23. júní 2006 15:05 Bernie Ecclestone vandar Bandaríkjamönnunum ekki kveðjurnar NordicPhotos/GettyImages Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Flestum er í fersku minni hvernig keppnin þar í landi fór í fyrra, þegar aðeins sex bílar tóku þátt eftir að restin neitaði að ræsa af öryggisástæðum. Bandarískir áhorfendur urðu æfir í kjölfarið, heimtuðu að fá miða sína endurgreidda og sóru þess eið að stíga aldrei fæti inn á Indianapolis-brautina. Nú hefur Bernie Ecclestone varpað sprengju á Kanann og segir að aðstandendur keppninnar þar í landi eigi ekki von á neinum greiðum frá sér þegar kemur að því að endurnýja samningana í sumar. "Það skiptir Formúlu 1 engu máli hvort keppt er í Bandaríkjunum eður ei og því ætlum við ekki að gera þeim neina greiða. Hvað fáum við svosem frá Ameríku? Gremju, það er allt og sumt. Ef maður bíður góðann daginn á vitlausum tíma í Bandaríkjunum - fær maður lögsókn í hausinn. Við fáum enga styrktaraðila þarna, fáum ekkert út úr sjónvarpsréttinum - og þegar allt kemur til alls, erum við með fleiri áhorfendur á Möltu en nokkurn tímann í Bandaríkjunum," sagði Ecclestone og skóf ekki af svörum sínum."Ef Bandaríkjamenn vilja hinsvegar halda áfram að halda kappaksturinn þar í landi, er ég meira en fús til að ræða við þá og mun líka gera það næst þegar ég fer þangað. Ég hef átt ágætis samstarf við forráðamenn Indianapolis og ég er því viss um að við munum eiga góða fundi þar þegar að því kemur." Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Flestum er í fersku minni hvernig keppnin þar í landi fór í fyrra, þegar aðeins sex bílar tóku þátt eftir að restin neitaði að ræsa af öryggisástæðum. Bandarískir áhorfendur urðu æfir í kjölfarið, heimtuðu að fá miða sína endurgreidda og sóru þess eið að stíga aldrei fæti inn á Indianapolis-brautina. Nú hefur Bernie Ecclestone varpað sprengju á Kanann og segir að aðstandendur keppninnar þar í landi eigi ekki von á neinum greiðum frá sér þegar kemur að því að endurnýja samningana í sumar. "Það skiptir Formúlu 1 engu máli hvort keppt er í Bandaríkjunum eður ei og því ætlum við ekki að gera þeim neina greiða. Hvað fáum við svosem frá Ameríku? Gremju, það er allt og sumt. Ef maður bíður góðann daginn á vitlausum tíma í Bandaríkjunum - fær maður lögsókn í hausinn. Við fáum enga styrktaraðila þarna, fáum ekkert út úr sjónvarpsréttinum - og þegar allt kemur til alls, erum við með fleiri áhorfendur á Möltu en nokkurn tímann í Bandaríkjunum," sagði Ecclestone og skóf ekki af svörum sínum."Ef Bandaríkjamenn vilja hinsvegar halda áfram að halda kappaksturinn þar í landi, er ég meira en fús til að ræða við þá og mun líka gera það næst þegar ég fer þangað. Ég hef átt ágætis samstarf við forráðamenn Indianapolis og ég er því viss um að við munum eiga góða fundi þar þegar að því kemur."
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira