Ólgan vex í Sómalíu 18. júní 2006 19:30 Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Sómalskt samfélag er í molum eftir margra ára borgarastyrjöld og þótt bráðabirgðastjórn sitji þar að völdum að nafninu til hefur ríkið í raun verið stjórnlaust í hálfan annan áratug. Undanfarnar vikur hafa átök á milli íslamskra skæruliða og herflokka sem hlynntir eru ríkisstjórninni farið vaxandi en Bandaríkjamenn eru sagðir styðja þá síðarnefndu og líta á þá sem bandamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í síðustu viku tókst skæruliðunum að ná yfirráðum í höfuðborginni Mogadishu og margt virtist benda til að borgin Baidoa yrði næst þar sem stjórnin hefur aðsetur. Þótt leiðtogi skæruliðanna hafi lýst því yfir að ekki stæði til að steypa stjórninni hefur eþíópíska ríkisstjórnin sent herlið sitt til landamæranna til stuðnings bráðabirgðastjórninni. Andstaðan við íslömsku skæruliðina á meðal Sómalanna sjálfra virðist hins vegar ekki vera sérlega mikil, til dæmis hafa þúsundir manna mótmælt tillögum Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið á vettvang því margir treysta skæruliðunum betur en ríkisstjórninni betur til að koma á lögum og reglu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að á hverjum degi kæmu skip hlaðin vopnum til landsins, þrátt fyrir alþjóðlegt vopnasölubann, og aðeins væri tímaspursmál hvenær skæruliðunum og stjórnarhernum lysti saman. Erlent Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Sómalskt samfélag er í molum eftir margra ára borgarastyrjöld og þótt bráðabirgðastjórn sitji þar að völdum að nafninu til hefur ríkið í raun verið stjórnlaust í hálfan annan áratug. Undanfarnar vikur hafa átök á milli íslamskra skæruliða og herflokka sem hlynntir eru ríkisstjórninni farið vaxandi en Bandaríkjamenn eru sagðir styðja þá síðarnefndu og líta á þá sem bandamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í síðustu viku tókst skæruliðunum að ná yfirráðum í höfuðborginni Mogadishu og margt virtist benda til að borgin Baidoa yrði næst þar sem stjórnin hefur aðsetur. Þótt leiðtogi skæruliðanna hafi lýst því yfir að ekki stæði til að steypa stjórninni hefur eþíópíska ríkisstjórnin sent herlið sitt til landamæranna til stuðnings bráðabirgðastjórninni. Andstaðan við íslömsku skæruliðina á meðal Sómalanna sjálfra virðist hins vegar ekki vera sérlega mikil, til dæmis hafa þúsundir manna mótmælt tillögum Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið á vettvang því margir treysta skæruliðunum betur en ríkisstjórninni betur til að koma á lögum og reglu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að á hverjum degi kæmu skip hlaðin vopnum til landsins, þrátt fyrir alþjóðlegt vopnasölubann, og aðeins væri tímaspursmál hvenær skæruliðunum og stjórnarhernum lysti saman.
Erlent Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira