Lífið

Söguganga um verksmiðjuhverfið á Gleráreyrum

Brot úr iðnaðarsögu Akureyrarbæjar.

Söguganga um verksmiðjuhverfið á Gleráreyrum.

Þorsteinn E. Arnþórsson mun upplýsa fróðleiksfúsa göngugarpa um verksmiðjuhverfið á Gleráreyrum í göngu, sunnudaginn 18. júní kl: 14. Gangan er á vegum Iðnarsafnins á Akureyri.

Hvað var í verksmiðjuhúsunum á Gleráreyrum á Akureyri? Hvernig var farið að í byrjun ársins 1933 þegar skrifstofa og geymsluhúsnæði verksmiðjunnar brann til kaldra kola og mikil eftirspurn var eftir vörum verksmiðjunnar? Gátu bæjarbúar virkilega fatað sig upp af eigin framleiðslu? Þessum spurningum ásamt mörgum fleirum verður svarað í göngunni.

Lagt verður af stað frá bílastæðinu sunnan við Glerártorg en þátttaka í göngunni er fólki að kostnaðarlausu. Ákveðið hefur verið að rífa niður verksmiðjuhverfið og er því hver að verða síðastur að ganga um þetta stórmerka svæði þar sem vélvæðing hófst á Akureyri um aldarmótin 1900.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×