Lífið

Guðrún Gunnarsdóttir á tónlistarhátíðinni í Hangö, Finnlandi

Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu hefur verið boðið að halda tónleika á þjóðlaga- og vísnahátíðinni í Hangö í Finnlandi næstu helgi, og flytja efni af geisladiskinum "EINS OG VINDURINN" .

Hangö-hátíðin er vel þekkt tónlistarhátíð á Norðurlöndum og á hverju ári er norrænum listamönnum boðið að flytja tónlist sína þar. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1984 sem íslenskum tónlistarmönnum er boðið á hátíðina en svo skemmtilega vill til að þá var Guðrún ein af fjórum í norsk íslenska sönghópnum Vis-a-vis.

Geisladiskurinn "EINS OG VINDURINN" hefur að geyma frumsamið efni Valgeirs Skagfjörð í flutningi Guðrúnar. Tónleikarnir verða á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, og er þeirra beðið með eftirvæntingu að sögn forsvarsmanna hátíðarinnar.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×