Á þriðja tug manna slasaðist þegar tveir sporvagnar rákust saman í Tokyo í morgun. Enginn er þó talinn alvarlega slasaður en nokkur fjöldi manna var um borð í vögnunum þegar þeir rákust saman. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli slysinu en vagnarnir eru nokkuð skemmdir. Slysið varð í norðurhluta Tokyo. Lestarslys hafa verið fátíð í Japan enda mikil áhersla lögð á öryggismál á þessu sviði. Á síðasta ári léstust hins vegar rúmlega hundrað manns þegar lest fór út af teinunum og lenti á íbúðarhúsi.
Sporvagnaslys í Japan

Mest lesið

Steindór Andersen er látinn
Innlent



Jónas Ingimundarson er látinn
Innlent


Rekstur hestaleigu stöðvaður
Innlent



