Lífið

Ný útvarpsstöð í loftið á Akureyri

VOICE er ný útvarpsstöð sem fer í loftið klukkan 09:06 föstudaginn 9.júní. Markhópur stöðvarinnar er 18-35 ára og er útsendingarsvæðið Akureyri og nágrenni.

Í tilefni opnunarinnar verður haldið opnunarhóf á Strikinu á Akureyri klukkan 14:00 þar sem starfsemi stöðvarinnar, dagskrá hennar og starfsfólk kynnt.

Skorað er á alla auglýsendur að mæta og kynna sér nýjar leiðir til að auglýsa á Akureyri.

Klukkan 22:00 um kvöldið verður svo á sama stað, á Strikinu, haldið veglegt opnunarpartý og verður hægt að ná sér í boðsmiða í loftinu á opnunardaginn.

VOICE hefur tengt starfsemi sína við stór fyrirtæki allt fram til áramóta, og er greinilegt að vöntun hefur verið á slíkri starfssemi í bænum.

Stjórnendum stöðvarinnar hefur verið tekið opnum örmum hvert sem þeir hafa leitað, starfsmenn stöðvarinnar eru 12 talsins, en stofnendur stöðvarinnar eru Ásgeir Ólafsson og Árni Már Valmundarson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×