Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi 24. maí 2006 20:15 Frá Höfn í Hornafirði. Mynd/Vísir Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Atvinnumál, velferðarmál og skipulags- og umhverfismál eru helstu stefnumál flokkanna þriggja. Heimamenn lýta á stofnun Vatnajökulsþjóðgarð sem góðs vaxtabroddar á sviði ferðaþjónustu og atvinnu en sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í sýslunni. Samfylkingin leggur höfuðáherslur á velferðarmálin og vill auka samstarf við íbúa sveitafélagsins. Árni Rúnar Þorvaldsson, oddviti Samfylkingar, segir að flokkurinn setji velferðarmálin efst á forgangslista. Samfylkingarmenn og konur vilja auk þess hafa bæjarbúa enn frekar með í ráðum hvað framtíð sveitafélagsins varðar. Framsóknarmenn þurfa varla að óttast stöðu sína á Hornafirði, enda eitt aðalvígi Framsóknarmannsins Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Líkt og samfylkingarmenn leggja framsóknarmenn höfuðáherslur á velferðarmál, og skipulags- og umhverfismál að auki. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn mynda meirihluta í bæjarstjórn með þrjá menn hvor um sig og minnihluti er skipaður einum manni, frá Kríunni, framboði óháðra og frjálslyndra. Krían býður ekki fram í kosningunum í vor en Reynir Arnarson, oddviti Framsóknarflokks, spáir því að Samfylkingarmenn muni ná tveimur mönnum inn, og hafa þar með mann af Sjálfstæðismönnum. Reynir segir ekki gott að spá fyrir um kosningaúrslit en hann segist þó öruggur með stöðu Framsóknarflokksins. Reynir telur þó að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn og það á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn setja atvinnumálin efst á stefnuskrá sína og vilja sjá aukna fjölbreytni í atvinnumálum. Halldóra Jónsdóttir, Oddviti flokksins, segir ákveðna óvissu ríkja um úrslit kosninganna, þar sem engar niðurstöður skoðanakannana liggi fyrir. Hún segist þó fullviss um að Sjálfstæðismenn haldi fylgi sínu. Sjálf segist hún ekki hafa í huga að verða bæjarstjóri þó sjálfstæðismenn nái meirihluta í bæjarstjórn. Halldóra segir að þeir flokkar sem myndi meirihluta muni líklegast sammælast um bæjarstjóra og ráða hann sérstaklega til starfsins, sá háttur hafi verið á síðstliðin ár. Alls voru rúmlega tvö þúsund íbúar búsettir í sveitafélaginu Hornafirði í lok ársins 2005, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar. Sveitafélagið telur Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes, Höfn og Lón. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Kosningar 2006 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Atvinnumál, velferðarmál og skipulags- og umhverfismál eru helstu stefnumál flokkanna þriggja. Heimamenn lýta á stofnun Vatnajökulsþjóðgarð sem góðs vaxtabroddar á sviði ferðaþjónustu og atvinnu en sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í sýslunni. Samfylkingin leggur höfuðáherslur á velferðarmálin og vill auka samstarf við íbúa sveitafélagsins. Árni Rúnar Þorvaldsson, oddviti Samfylkingar, segir að flokkurinn setji velferðarmálin efst á forgangslista. Samfylkingarmenn og konur vilja auk þess hafa bæjarbúa enn frekar með í ráðum hvað framtíð sveitafélagsins varðar. Framsóknarmenn þurfa varla að óttast stöðu sína á Hornafirði, enda eitt aðalvígi Framsóknarmannsins Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Líkt og samfylkingarmenn leggja framsóknarmenn höfuðáherslur á velferðarmál, og skipulags- og umhverfismál að auki. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn mynda meirihluta í bæjarstjórn með þrjá menn hvor um sig og minnihluti er skipaður einum manni, frá Kríunni, framboði óháðra og frjálslyndra. Krían býður ekki fram í kosningunum í vor en Reynir Arnarson, oddviti Framsóknarflokks, spáir því að Samfylkingarmenn muni ná tveimur mönnum inn, og hafa þar með mann af Sjálfstæðismönnum. Reynir segir ekki gott að spá fyrir um kosningaúrslit en hann segist þó öruggur með stöðu Framsóknarflokksins. Reynir telur þó að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn og það á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn setja atvinnumálin efst á stefnuskrá sína og vilja sjá aukna fjölbreytni í atvinnumálum. Halldóra Jónsdóttir, Oddviti flokksins, segir ákveðna óvissu ríkja um úrslit kosninganna, þar sem engar niðurstöður skoðanakannana liggi fyrir. Hún segist þó fullviss um að Sjálfstæðismenn haldi fylgi sínu. Sjálf segist hún ekki hafa í huga að verða bæjarstjóri þó sjálfstæðismenn nái meirihluta í bæjarstjórn. Halldóra segir að þeir flokkar sem myndi meirihluta muni líklegast sammælast um bæjarstjóra og ráða hann sérstaklega til starfsins, sá háttur hafi verið á síðstliðin ár. Alls voru rúmlega tvö þúsund íbúar búsettir í sveitafélaginu Hornafirði í lok ársins 2005, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar. Sveitafélagið telur Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes, Höfn og Lón.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Kosningar 2006 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira