Lífið

Ópera frumflutt í porti Hafnhússins

Franska óperan Le Pays/Föðurlandið eftir franska tónskáldið Joseph-Guy Ropartz verður frumflutt í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands í porti Hafnhússins n.k. föstudagskvöld kl. 20.00.

Ropartz skrifaði óperuna Le Pays í byrjun 20. aldar. Óperan fjallar um franskan sjómann sem lifir af sjóslys úti fyrir ströndum landsins og verður ástfanginn af íslenskri stúlku. Efni óperunnar er byggt á sönnum atburðum sem áttu sér stað við strendur Íslands árið 1873. Þetta er fyrsti flutningur óperunnar í tæp hundrað ár en hún var frumsýnd í Nancy í Frakklandi árið 1912 og ári síðar í l'Opéra-Comique í París.

Óperan er flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands og þremur af ástsælustu söngvurum landsins, þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Bergþóri Pálssyni og Gunnari Guðbjörnssyni. Óperan verður flutt í porti Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi en þetta er í fyrsta sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á þessum sérstaka tónleikastað.

Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky, leikstjóri er Stefán Baldursson og dansari Lára Stefánsdóttir. Um útlit og búninga sér Filippía Elísdóttir.

Le Pays er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Þess má geta að Le Pays er eina ópera tónbókmenntanna sem gerist á Íslandi og er samin af erlendu tónskáldi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×