Innlent

Sautján ára í tveggja og hálfs árs fangelsi

Atli Karl Gíslason var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot og að nema sautján ára pilt af vinnustað sínum. Þann pilt neyddi Atli Karl til að taka pening út úr hraðbanka og láta sig hafa.

Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmt hafði Atla Karl í tveggja ára fangelsi. Í dómi Hæstaréttar segir að brotavilji Atla Karls hafi verið styrkur og einbeittur en á móti er litið til ungs aldurs Atla Karls, sem er nýlega orðinn sautján ára. Með hliðsjón af þessu þótti dómurum sem tvö og hálft ár væru hæfileg refsing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×