Innlent

Sveitarfélag Ölfuss og OR semja um samstarf

MYND/Róbert

Sveitarfélagsins Ölfuss og Orkuveita Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag sem felst meðal annars í lýsingu Þrengslavegar, samstarf við uppgræðslu og umhverfisvernd, framkvæmdir í sveitarfélaginu og ljósleiðaravæðingu í þar.

Í tilkynningu frá Orkuveitunni og sveitarfélaginu Ölfusi segir að það hafi verið mikið kappsmál fyrir sveitarfélagið að lýsa Þrengslaveg og hefur Orkuveitan gert Ölfusi tilboð þar að lútandi. Fram kemur einnig að Orkuveitan sé með umfangsmiklar framkvæmdir í sveitarfélaginu og tekur fyrirtækið að sér að bæta það rask sem óumflýjanlega verður við framkvæmdirnar auk þess að starfa með heimamönnum og öðrum áhugasömum aðilum að almennri uppgræðslu á svæðinu. Orkuveitan skuldbindur sig til að veita til þess 12,5 milljónir króna árlega næstu sex ár.

Í samkomulaginu felst enn fremur viljayfirlýsing um gerð sérstaks samnings þar sem Sveitarfélagið Ölfuss bætist í hóp Reykjavíkur, Seltjarnarness og Hveragerðis, sem samið hafa við Orkuveituna um ljósleiðaratengingu heimila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×