Innlent

Öldurnar lægðar í afstöðunni til RÚV-frumvarpsins?

MYND/GVA

Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið verður til umfjöllunar á fundi menntamálanefndar Alþingis í dag sem hefst klukkan hálf ellefu. Að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar, verður athugað hvort unnt sé að lægja öldurnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu í afstöðunni til frumvarpsins, en hart hefur verið deilt um það á þingi. Nokkrir aðilar munu koma á fund menntamálanefndar í dag, þar á meðal fulltrúi menntamálaráðuneytisins og safnstjóri Ríkisútvarpsins. Sigurður Kári kvaðst fyrir fundinn ekki bjartsýnn á að það tækist að afgreiða frumvarpið úr nefndinni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×