Innlent

Segir bjarta tíma fram undan í efnahagsmálum

Bjartir tímar eru framundan í efnahagsmálum, samkvæmt nýrri skýrslu fjármálaráðuneytis um þjóðarbúskapinn. Hratt mun draga úr spennu í hagkerfinu, meðal annars vegna lækkunar krónunnar, og hraðvaxandi álútflutningur mun snúa við viðskiptahalla og leiða hagvöxtinn á næstu árum.

Fjármálaráðuneytið spáir því að hagvöxtur í ár verði 4,8 prósent og að næsta ár verði einnig hagvaxtarár, en þó ekki eins mikið, eða upp á 1,8 prósent. Viðskiptahallinn dragist saman í ár, sömuleiðis hægi á verðbólgunni. Hún verði 5,9 prósent á þessu ári en lækki niður í 3,5 prósent á því næsta.

Skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis, Þorsteinn Þorgeirsson, spáir því að hratt muni draga úr spennu í hagkerfinu á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×