Innlent

Landhelgisgæslan leigir tvær þyrlur

MYND/Pjetur

Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í morgun um að leigja tvær sambærilegar þyrlur til Landhelgisgæslunnar og hún hefur nú til umráða. Í tilkynningu frá dómsmálaráðherra segir að starfsfólki Landhelgisgæslunnar verði fjölgað þannig að unnt verði að reka fleiri þyrlur og halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn. Búnaði til töku eldsneytis fyrir þyrlur verður komið fyrir um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að þessar aðgerðir miði að því að ekki dragi úr þyrlubjörgunargetu hér við land við brotthvarf þyrlna varnarliðsins. Stefnt er að því að tillögur um framtíðarskipulag þyrlusveitarinnar liggi fyrir í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×