Innlent

Töluvert brotnar úr þyrlupalli í Kolbeinsey

Þyrlu verður ekki aftur lent á Kolbeinsey. Það varð ljóst eftir eftirlitsflug Landhelgisgæslunnar úti fyrir Norðurlandi í dag. 

Þar kom í ljós að tæpur helmingur hefur brotnað úr þyrlupallinum sem steyptur var árið 1989 til að styrkja eyna. Stöðugt brotnar af þessum útverði Íslands í norðri og er aðeins tímaspursmál hvenær hann hverfur í sæ. 

Kolbeinsey var lengi vel mikilvæg vegna skilgreiningar á efnahagslögsögu landsins en nú skiptir ekki máli þótt eyjan hverfi því samið hefur verið við Dani um skiptingu hafsvæðisins norðan eyjarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×