Sport

Bætt afkoma hjá City

NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnufélagið Manchester City horfir fram á bjartari tíma eftir að afkoma félagsins á síðustu 6 mánuðum sýndi ágætan gróða sem að mestu má rekja til sölunnar á Shaun Wright-Phillips. Þá hefur launakostnaður dregist mikið saman hjá félaginu.

Alls varð tæplega 17 milljón punda hagnaður hjá félaginu á síðustu 6 mánuðum, en stærstur hluti þess er vegna sölunnar á Wright-Phillips, sem Chelsea keypti á 21 milljón punda. Þessi ágæta afkoma verður að mestu leiti notuð til að rétta af 57 milljón punda skuldir félagsins sem mestmegnis urðu til í tíð Kevin Keegan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×