Sport

Herbragð Chelsea heppnaðist

Eiður Smári Guðjohnsen átti stóran þátt í báðum mörkum Chelsea eftir að hann kom inná sem varamaður í dag
Eiður Smári Guðjohnsen átti stóran þátt í báðum mörkum Chelsea eftir að hann kom inná sem varamaður í dag NordicPhotos/GettyImages

Steve Clarke, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Chelsea, viðurkenndi að hans menn hefðu tekið nokkra áhættu með sókndjörfum taktískum breytingum gegn Porstmouth í dag, en það var einmitt Eiður Smári Guðjohnsen sem átti stóran þátt í að Chelsea sneri leiknum sér í hag með því að eiga stóran þátt í báðum mörkum liðsins.

"Það var vissulega nokkur áhætta fólgin í því að skipta svona og vera með þriggja manna varnarlínu og fjóra frammi - en við höfum gert þetta áður og þeir sem komu inná stóðu sig mjög vel," sagði Clarke.

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, dásamaði hinsvegar framlag Frank Lampard hjá Chelsea. "Mér datt í huga að Frank ætti eftir að skora í þessum leik. Fram að markinu sem hann skoraði áttum við ágætlega við Chelsea, en Frank braut ísinn fyrir þá eins og svo oft áður. Ég á eflaust eftir að hringja í hann í kvöld, því ég kann afar vel við Frank Lampard. Hann er ekki bara einstakur knattspyrnumaður, heldur er hann fyrirmynd allra ungra knattspyrnumanna í landinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×