Sport

Jafnteflið var okkur í hag

Ívar Ingimarsson stóð vaktina hjá Reading í gær
Ívar Ingimarsson stóð vaktina hjá Reading í gær NordicPhotos/GettyImages

Steve Coppell, stjóri Reading, var ánægður með 1-1 jafnteflið við Sheffield United í toppslag ensku 1. deildarinnar í gær og segir það sínum mönnum í hag. Ívar Ingimarsson var að venju í vörn Reading í leiknum, en liðið hefur áfram 12 stiga forystu í deildinni og virðist á góðri leið með að tryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni á næsta ári.

"Það hefði vissulega verið sterkt sálfræðilega fyrir þá eða okkur að ná öllum þremur stigunum í kvöld, en úr því jafntefli varð niðurstaðan, hugsa ég að það komi okkur betur en þeim. Maður veit þó aldrei um það fyrr en í vor, en mér þóttu bæði lið spræk í sóknarleiknum en brothætt í vörninni," sagði Coppell.

Brynjar Björn Gunnarsson kom ekki við sögu hjá Reading í leiknum, en Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði allan tímann í liði Leicester sem gerði jafntefli við Derby 2-2. Hannes Þ. Sigurðsson kom inná sem varamaður í liði Stoke sem gerði 0-0 jafntefli við Plymouth, en Gylfi Einarsson kom ekki við sögu í leik Leeds og Watford, þar sem Leeds hafði betur 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×